Stjórnarfundur 13. janúar 2014

Fundargerð stjórnar Landvarðafélags Íslands 13. janúar 2014.

Mættir: Linda Björk, Eva Dögg, Kristín Þóra, Sævar Þór og Torfi Stefán (mætti of seint)

Ritari mætti of seint og var því snarheitum komið inn í málin.

Staða reikninga:

Greint var frá stöðu reikninga Landvarðafélagsins en aðalreikningur félagsins stendur nú í rúmum 750.000 kr. og sparileiðin í rúmum 220.000. Það mun þó vera ljóst að það mun ganga hratt á sparileiðina ef margir fara í ferð til Króatíu. Hámarksstyrkur á einstakling er þó 30.000.

Alls hafa 93 greitt félagagjald en 41 ekki gert það og ákveðið að senda ítrekun til að minna á.

Króatíuferð

Óljóst er hverjir fara í Króatíuferðina en Sævar telur mjög líklegt að hann fari. Aðrir eru að hugsa sig um.

Landvarðaviðburður

Sævar og Linda hafa staðið talsvert í að finna sal og fyrirlesara í fyrirhugaða landvarðarviðburð þann 7. febrúar 2014. Hugmyndin er að reyna að hafa viðburðinn nokkuð veglega og leigja sal. Telur stjórnin að það sé óhætt enda búinn að safnast alltof mikill peningur inn í félagið. Áætlaður kostnaður verður á bilinu 80-100 þúsund (leiga á sal + veitingar).

Þórunn mun fjalla um Rúmeníuheimsóknina sína, Guðmundur úr Skaftafelli um heimsóknir sínar í bandaríska þjóðgarða og Hákon hefur verið í Bretlandi og ræðir um þá ferð.

Rætt er um ýmsa staði en ákveðið að Sævar og Linda klári þetta. Kristín Þóra mun tékka á veitingum frá Kaffitári.

Vefmál

Ákveðið að borga Guðrúnu vefstjóra 50.000 til að uppfæra heimasíðuna. Rætt um að koma upp stöðu vefstjóra í stjórn, það krefst lagabreytingar. Ljóst er að fleiri þurfa þó að hafa aðgang að vefsíðunni til að setja inn fréttir og annað slíkt.

Rætt var um facebook síðuna og að þar þurfi að vanda til verka. Þeir sem hafi admin þurfi að geta greint milli eigin skoðana og þegar þeir eru að tala í nafni félagsins. Þarf greinilega að fækka þeim sem hafa admin hlutverk. Fyrst og fremst þurfa þó þeir sem tala í nafni félagsins að gera það af rósemi og vera félaginu til sóma. Ákveðnar voru eftirfarandi verklagsreglur:

Leitast við að setja inn á síðuna það sem varðar málefni félagsins; landvörslu, náttúruvernd o.þ.h. – á þann hátt að það sé upplýsandi og félaginu til sóma. Skrifa sem félagasamtök og aldrei sem einstaklingur.

Upplýsandi, málefnaleg og félaginu til sóma.

Setja stafina sína við fréttir.

 

Endurmenntun

Rætt var við Jón Björnsson og hefur hann áhuga á að koma að slíku.

Einnig var rætt um að búa til og senda út spurningakönnun á félagsmenn um hvað þeim finnist um félagið og starfsemi þess.

Aðafundur
Aðalfundur var ákveðinn fimmtudaginn 3. apríl. Verður hann með hefðbundnu sniði á Lækjarbrekku. Hugmynd um að fá einhvern frá 4×4 til að ræða við okkur.

Önnur mál
Ákveðið að Sævar fari í Landvarðanámskeiðið og fræði þáttakendur þar um starfsemi Landvarðafélagsins. Tímasetning er óljós.

Ljóst er að stjórnarmeðlimir þurfa að svara tölvupóstum. Þó ekki endilega fullt svar en koma því til skila að pósturinn hafi borist þeim og þeir viti um tilveru póstsins og innihald. Þarf svarið ekki að vera mikið merkilegra en „móttekið“ eða „ok“

Ritari var Torfi Stefán Jónsson