Stjórnarfundur 21. mars 2005 kl. 20:00 (1. fundur)

Fundarstaður: Laugarnesvegur 80, Reykjavík. 
Mætt: Áki Jónsson, Þórunn Sigþórsdóttir, Elísabet Svava Kristjánsdóttir, Rebekka Þráinsdóttir, Dagmar Sævaldsdóttir, Ásta Rut Hjartardóttir.

Dagskrá og umræður:

  1. Stjórn skipað niður í hlutverk; ritari, gjaldkeri, meðstjórnendur:
    Elísabet Svava Kristjánsdóttir formaður elisak hjá hi.is
    Áki Jónsson gjaldkeri aki hjá mmedia.is
    Ásta Rut Hjartardóttir ritari astahj hjá @hi.is
    Dagmar Sævaldsdóttir meðstjórnandi dagmars hjá mi.is
    Þórunn Sigþórsdóttir meðstjórnandi thorunns hjá simnet.is
    Rebekka Þráinsdóttir varamaður berokk hjá hotmail.com
    Dagný Indriðadóttir varamaður dreki2 hjá hotmail.com
  2. Farið yfir nefndir félagsins og nefndarfólk.
  3. Hugað að fólki í skemmti- og fræðslunefnd og umhverfis- og náttúruverndarnefnd.
  4. Rætt við UST um skyndihjálparnámskeið fyrir landverði fyrir sumarið sem inniheldur einnig sálræna skyndihjálp. Þetta námskeið féll því miður niður síðasta vor, en UST tók vel í að hafa námskeið nú í vor.
  5. Menntamál landvarða / bréf sent UST frá starfshóp L.Í. um menntamál. Bréf samið 16.mars 2005, sem varðar fyrirhugaðar breytingar á skipulagi landvarðanámskeiðsins. Umræður um það.
  6. Önnur mál.
    • Snæfellsnesferð 9. apríl. Rætt var um að hvetja fólk til að skrá sig.
    • Rætt var um að landverðir þyrftu að vera sýnilegri og virkari í að kynna sig í sveitarfélögum landsins. Fram kom að UST hvetur landverði til þessa. Einnig var hugmynd Karls Bridde rædd, um að landverðir byðu uppá gönguferðir yfir vetrartímann innan borgarmarkanna eða á því svæði sem þeir dveljast, þannig væri hægt að koma landvörslu betur á kortið hjá almenningi og vekja athygli á nauðsyn og gagnsemi landvörslu á heilsársgrundvelli.
    • Rætt um nauðsyn þess að hafa sérstakan náttúruverndardag

Rétt er að geta þess að fundur með L.Í. og UST, m.a. um menntamál landvarða, niðurskurð á sumarlandvörslu og fleira, verður haldinn 31. mars og mun þá margt skýrast varðandi sumarlandvörslu.

Fundi slitið um kl. 22:00.
Ritarar: Dagmar og Ásta Rut