Fundarstaður: Laugarnesvegur 80, Reykjavík.
Mætt: Áki Jónsson, Þórunn Sigþórsdóttir, Elísabet Svava Kristjánsdóttir, Rebekka Þráinsdóttir, Dagmar Sævaldsdóttir, Ásta Rut Hjartardóttir.
Dagskrá og umræður:
- Stjórn skipað niður í hlutverk; ritari, gjaldkeri, meðstjórnendur:
Elísabet Svava Kristjánsdóttir formaður elisak hjá hi.is Áki Jónsson gjaldkeri aki hjá mmedia.is Ásta Rut Hjartardóttir ritari astahj hjá @hi.is Dagmar Sævaldsdóttir meðstjórnandi dagmars hjá mi.is Þórunn Sigþórsdóttir meðstjórnandi thorunns hjá simnet.is Rebekka Þráinsdóttir varamaður berokk hjá hotmail.com Dagný Indriðadóttir varamaður dreki2 hjá hotmail.com - Farið yfir nefndir félagsins og nefndarfólk.
- Hugað að fólki í skemmti- og fræðslunefnd og umhverfis- og náttúruverndarnefnd.
- Rætt við UST um skyndihjálparnámskeið fyrir landverði fyrir sumarið sem inniheldur einnig sálræna skyndihjálp. Þetta námskeið féll því miður niður síðasta vor, en UST tók vel í að hafa námskeið nú í vor.
- Menntamál landvarða / bréf sent UST frá starfshóp L.Í. um menntamál. Bréf samið 16.mars 2005, sem varðar fyrirhugaðar breytingar á skipulagi landvarðanámskeiðsins. Umræður um það.
- Önnur mál.
- Snæfellsnesferð 9. apríl. Rætt var um að hvetja fólk til að skrá sig.
- Rætt var um að landverðir þyrftu að vera sýnilegri og virkari í að kynna sig í sveitarfélögum landsins. Fram kom að UST hvetur landverði til þessa. Einnig var hugmynd Karls Bridde rædd, um að landverðir byðu uppá gönguferðir yfir vetrartímann innan borgarmarkanna eða á því svæði sem þeir dveljast, þannig væri hægt að koma landvörslu betur á kortið hjá almenningi og vekja athygli á nauðsyn og gagnsemi landvörslu á heilsársgrundvelli.
- Rætt um nauðsyn þess að hafa sérstakan náttúruverndardag
Rétt er að geta þess að fundur með L.Í. og UST, m.a. um menntamál landvarða, niðurskurð á sumarlandvörslu og fleira, verður haldinn 31. mars og mun þá margt skýrast varðandi sumarlandvörslu.
Fundi slitið um kl. 22:00.
Ritarar: Dagmar og Ásta Rut