Stjórnarfundur 20. apríl 2004 (1. fundur nýrrar stjórnar)

Fundarstaður: Ari í Ögri. 
Mætt: Áki Jónsson, Dagmar Sævaldsdóttir, Dagný Indriðadótti, Kristín Guðnadóttir og Sveinn Klausen.
Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir sat fundinn sem fulltrúi kjaranefndar og alþjóðanefndar. Björk Bjarnadóttir var einnig viðstödd fundinn.

Dagskrá fundarins og umræður:

 1. Kosning ritara
  Dagmar Sævaldsdóttir gaf kost á sér í embættið og fékk hún atkvæði allra fundarmanna.
 2. Dagsetning stjórnarfunda
  Fundirnir verða haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar eins og verið hefur.
 3. Fundur með UST
  Samþykkt var að bóka fund með starfsmönnum UST til að koma á framfæri ályktunum aðalfundar félagsins og ræða fleiri hagsmunamál. Vegna anna stjórnarmanna er ekki hægt að halda þann fund fyrr en eftir 15. maí.
 4. Fjármál félagsins
  Sjóðir félagsins eru rýrir og gjaldkeri óskaði eftir að greiðsluseðlar til innheimtu félagsgjalda yrðu sendir út fyrir sumarið en ekki að hausti eins og verið hefur. Tillagan var samþykkt einróma.
 5. Ráðningar landvarða hjá UST
  Undarleg staða kom upp nú í vor þegar tveir landverðir fengu ekki starf við landvörslu þrátt fyrir að báðir hefðu setið námskeið og unnið áður fyrir stofnunina. Á sama tíma eru ráðnir 4 eða 5 starfmenn til landvörslustarfa án réttinda. Í samningi félagsis við UST er kveðið á um að landverðir sem sótt hafi námskeið í náttúruvernd og landvörslu gangi fyrir um starf. Hér er því klárlega verið að brjóta á landvörðum. Félagið ætlar að ganga í málið.
Ritari: Kristín