Fundarstaður: Suðurbraut 16, Hafnarfirði.
Á fundinn mættu: Kristín Guðnadóttir, Sveinn Klausen og Davíð Diego.
Á fundinum voru afgreidd eftirfarandi mál:
- Samþykkt var að senda út greiðsluáskorun til þeirra sem ekki greiddu félagsgjöld fyrir síðasta ár, án dráttarvaxta. 22 skráðir félagar skulda enn félagsgjöld frá árinu 2002.
- Jafnframt var samþykkt að ákveða fljótt dagsetningar fyrir uppákomur sem félagið ætlar að standa fyrir það sem eftir er ársins. Í framhaldi að því mega félagar búast við að nokkurskonar „atburðadagatal“ komi inn á vefinn fljótlega. Málið hefur verið sett í hendurnar á skemmtinefnd.
- Þá var samþykkt að fundargerðir stjórnar á vefnum verði í öfugri tímaröð þannig að sú nýjasta komi efst.
Mál sem vísað var til frekari umræðu á næsta stjórnarfundi:
- Öryggimál landvarða. Í kjölfar árásar á landvörð sl. sumar er mikilvægt að félagið móti sér stefnu í því hvernig taka skuli á öryggismálunum. Hvaða breytinga er þörf og hvernig á að standa að þeim breytingum?
- „Fánamálið“ var reifað á fundinum og horft á myndband með frétt RÚV frá því þegar flaggað var í hálfa stöng á hálendinu. Málinu er ekki lokið að hálfu UST og því var ekki hægt ræða það til hlítar.
- Kvikmynd um störf landvarða? Félagið á styrk að upphæð 300 þús. kr. sem nota á til að kynna störf landvarða og gera ímynd þeirra betri. Hvernig á að nota þá peninga? Upp kom hugmynd í sumar um að gera stutta kvikmynd.
- Landvarðanámskeið verður í haust. Hvernig á félagið að koma að því?
Fundarritari: Kristín Guðnadóttir