Fundarstaður: Lynghagi 4, Reykjavík.
Mætt: Elísabet Kristjánsdóttir, Sveinn Klausen, Dagmar Sævaldsdóttir og Rebekka Þráinsdóttir.
Kristín Guðnadóttir, fráfarandi formaður kom einnig á fundinn.
Mætt: Elísabet Kristjánsdóttir, Sveinn Klausen, Dagmar Sævaldsdóttir og Rebekka Þráinsdóttir.
Kristín Guðnadóttir, fráfarandi formaður kom einnig á fundinn.
Dagskrá og umræður:
- Landvarðaþing. Búið hafði verið að skipuleggja og ganga frá væntanlegu landvarðaþingi. Þingið átti að fara fram 9. apríl, og hafði verið skipulagt á eftirfarandi hátt:
- Fyrri hluti: Reykjavík. Sigþrúður Stella Þórhallsdóttir – fyrirlestur um náttúrutúlkun.
- Seinni hluti: Hvalfjörður. Arnheiður Hjörleifsdóttir á Bjarteyjarsandi tekur á móti landvörðum og er með „verklega“ náttúrutúlkun. Borðað saman að degi loknum.
- Dagmar Sævaldsdóttir var búin að fá leigða rútu, sem hún sjálf ætlaði að keyra.
Af heilsufarástæðum hefur Arnheiður tilkynnt forföll, en hefur boðið félaginu að koma og nota aðstöðuna á Bjarteyjarsandi. Rætt var um hvort blása ætti þingið af eða reyna að finna einhvern í Arnheiðar stað. Ákveðið var að reyna að finna einhvern í stað Arnheiðar og bíða í a.m.k. einn til tvo daga áður en ákveðið yrði að hætta alveg við.
- Fundir á Umhverfisstofnun. Á fundum kjaranefndar og UST hefur verið rætt um kjarasamningana nýju, einkum um launaflokkahækkun vegna menntunar. Tillaga UST var sú að mismunandi menntun hefði mismunandi vægi eftir svæðum. Kjaranefnd lagðist alfarið gegn þessu, og lagði til að öll umframmenntun yrði jafnt metin, en UST hefði svigrúm til að raða fólki á svæði eftir því hvernig talið væri að tiltekin menntun nýttist á svæðunum.
- Aðalfundur.
- Það eru blikur á loft varðandi landvörslu vegna niðurskurðar. Vegna þessa hefur Árni Bragason beðið um að fá að koma á aðalfundinn og skýra málið og orsakir hugsanlegs niðurskurðar.
- Stofnun umhverfisnefndar Landvarðafélags Íslands. Vilji hefur verið til þess innan stjórnar að stofna slíka nefnd og áætlað var að leggja slíkt til á næsta aðalfundi. Félagar í laganefnd telja hins að það sé hlutverk stjórnar að móta stefnu félagsins í náttúruvernadarmálum og fá fólk til að fjalla um einstök mál hverju sinni. Laganefnd mun leggja fram lagabreytingartillögu í þessu sambandi. Eftir nokkrar umræður var ákveðið að aðalfundur skyldi skera úr um það hvort rétt sé að stofna sérstaka umhverfisnefnd.
- Ný stjórn. Enn er reynt að finna fólk til að taka sæti í stjórn og nefndum félagsins. Ekki hefur tekist að manna öll embætti en haldið verður áfram að vinna í málinu fram að aðalfundi.
- Vefmál. Vefstjóri félagsins, Sveinn Klausen, hefur bent á að breytingar verði að gera til að heimasíða félagsins verði einfaldari í notkun og aðgengilegri. Sveinn hefur kannað málið og lagði fyrir fundinn lausn sem honum virtist ódýr og ásættanleg:
- Hægt er að fá tölvunarfræðing til að sjá um kerfisuppsetningu á ókeypis vefumsjónarkerfi („Open Source“) sem vinnur með MySQL gagnagrunni. Þessi lausn gefur mikla möguleika, til dæmis er stöðugt hægt að bæta við kerfið, hægt er að halda úti lifandi umræðum á netinu og einfaldara verður fyrir fólk að setja inn efni á síðuna, án sérþekkingar í vefsíðugerð.
- Kostnaður við uppsetninguna er áætlaður 30 – 40 þúsund krónur. Mánaðaráskrift á Hringiðunni hækkar um helming.
Bókun 1: Fundurinn samþykkir þessa tillögur Sveins, og gefur honum fullt umboð til að hrinda þeim í framkvæmd.
- Svarbréf UST við bréfi stjórnar vegna ástands landvörslu í Skaftafellsþjóðgarði og í Mývatnssveit. Ýtarlegt svarbréf hefur borist vegna bréfsins. Þar má sjá vilja til að fjölga landvarðastöðum, en fjárskortur stendur í vegi fyrir því. Breyttar aðstæður í Skaftafelli síðasta sumar höfðu líka haft áhrif. Í framhaldi af umræðum um svarbréf UST telur stjórn nauðsynlegt að ræða þessi mál við fleiri en UST. Mál er til komið að ræða þessi mál af alvöru við umhverfisráðherra. Þetta hlýtur að verða eitt af meginverkefnum nýrrar stjórnar.
- Önnur mál.
- Sveinn sýndi fundarmönnum bréf frá SUNN (Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi) þar sem fram kemur áskorun um að fjölga heilsárs- og sumarlandvörðum í tengslum við stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls.
- Lögð fram tillaga um að taka saman texta á íslensku og ensku um landvörslu á Íslandi. Slíkt efni gæti auðveldað landvörðum að að kynna Landvarðafélagið og landvörslu á Íslandi, bæði innanlands og utan.
Fleira var ekki rætt.
Ritari: Rebekka Þráinsdóttir