Stjórnarfundur 19.3. 2015
Kl: 18:30
Mættir: Eva Dögg, Linda Björk og Sævar Þór gegnum Skype (staddur á Djúpavogi)
- Farið yfir málefnin fyrir aðalfund, hvaða mál við viljum taka fyrir í önnur málum o.fl.
- Farið yfir lög Landvarðafélagsins varðandi varamenn, hvort þeir séu kosnir til árs í senn eða 2 ár eins og er í stjórn. Niðurstaðan skv. lögunum er að þeir eru til 2 ára.
- Félagsgjöld – stjórn ákvað að leggja ekki til breytinga á félagsjöldum á aðalfundi heldur leggja til að halda þeim óbreyttum eða 2.500 kr.
- Fjárhagsáætlun – gerð var gróf áætlun fyrir 2015 og 2016 (til að sjá líka hvað við gætum sett í afmæli Landvarðafélagsins á næsta ári). Farið var yfir þessa áætlun og bætt aðeins við liði, gjafir og aðrir viðburðir. Samþykkt að setja þetta fyrir félagsmenn á aðalfundi til samþykktar.
- Gera gróf drög um ályktun um náttúrupassann til þess að setja fram fyrir aðalfundinn og senda svo út sem ályktun eftir aðalfundinn. Þarf samt aðeins að bæta við textann sem er komin. Eva Dögg ætlar einnig að vinna úr könnuninni sem var gerð og hún sýnd á aðalfundinum.
- Á facebook hóp Landvarðafélagsins kom fram mjög góð hugmynd að nýta háværa umræðu um öryggismál og slælegar leiðbeiningar til ferðafólks/þjónustu á ferðamannastöðum á veturna til að benda opinberlega á þörf á stóraukinni landvörslu allt árið. Koma þessari umræðu á aðalfundinn og hvort við getum gert eitthvað núna.
- Fundarstjóra – vantar fundarstjóra fyrir aðalfund og kom upp nokkur nöfn til að athuga.
- Breyting á náttúruverndarlögum – Hrönn og Íbí eru að vinna í greinagerð fyrir Landvarðafélagið til að senda á umhverfis- og auðlindarráðuneytið. Þarf að skila á morgun og þarf stjórnin að geta lesið yfir þetta á morgun. Hrönn stefnir á að setja inn drögin inn á facebook hópinn í kvöld til þess að fá komment.
- Endurmenntun – Linda Björk og Eva Dögg áttu fund með Jóni Björnssyni 9. mars sl. vegna endurmenntunar landvarða. Þar kom m.a. fram að fyrirhugaðar eru breytingar á landvarðanámskeiðinu og skipta því í þrennt. En varðandi endurmenntun þá til að byrja með var ákveðið að reyna að hafa á fundum, gera örnámskeið eða málþing þar sem t.d. væri hægt að ræða um breytingarnar sem gerðar hafa verið á landvarðanámskeiðunum, tala um það nýjasta nýtt í náttúruverndinni o.s.frv. Landvarðafélagið og Umhverfisstofnun finni einhvern flöt á því samstarfi.
Önnur mál – engin.