Stjórnarfundur 15. október 2013

Landvarðafélag Íslands
Fundargerð stjórnar: 15.10. 2013 Kl. 16:00

Mættir: Sævar Þór Halldórsson, Örn Þór Halldórsson, Linda Björk Hallgrímsdóttir, Torfi Stefán Jónsson og Kristín Þóra Jökulsdóttir.

1.    Sumarið – bréf til umhverfisráðherra,  Dagbók, landvörður í einn dag, plaköt, sameiginlegur haustfagnaður
a.    Dagbók landvarða var send út, en misvel hefur gengið að fá hana senda áfram á milli staða og er hún nú stödd á Mývatni.
b.    Dræm þátttaka var í verkefninu „landvörður einn dag“, hjá þjóðgörðunum og friðlýstu svæðunum sem var tilefni Alþjóðlega landvarðadagsins 31. júlí. Þrír staðir sáu sér fært um að að hafa „landvörð í einn dag“ – En þátttaka hjá almenningi var heldur dræm og ein  Ástæðan mögulega slæmt veður.
   i.    Rætt um að bæta mætti undirbúning og kynningu.
c.    Plakat var útbúið í sumar og sent á allar landvarðastöðvar.
d.    Sameiginlegur haustfagnaður þjóðgarðanna verður ekki haldinn þetta árið og nokkuð ljóst að mismikill áhugi er fyrir hugmyndinni hjá hinum ýmsu stofnunum.  
   i.    Hugmyndin þó komin af stað og gæti orðið að veruleika á næsta ári.

2.    Kjaramál
a.    Trúnaðarmenn, fá upplýsingaplögg til að senda þeim, upplýsingar hvert við sendum upplýsingar um þá o.s.frv. , gera lista sem auðvelt er að senda þegar við erum komin með trúnaðarmenn fyrir svæðin.
   i.    Útbúa þarf upplýsingapakka fyrir trúnaðarmenn.
   ii.    Boða fund með Starfsgreinasambandinu vegna trúnaðarmann og annars.

3.    Láta vita af hugmyndum hjá ferðafélagi á austurlandi.
a.    Linda sagði frá hugmynd hjá Ferðafélagi Austurlands, um að félagsskapurinn tæki að sér landvörslu innan þjóðgarðs. Rætt almennt um þann möguleika að einkaaðilar og samtök taki að sér landvörslu, innan og utan þjóðgarða. Vísað í að í gildi eru lög og reglur um slíkt, en að sama skapi sé jákvætt að landvörðum fjölgi hafi þeir til þess menntun og starfið sé rétt skilgreint.

4.    Haustfagnaður/ferð/fræðslu-og skemmtinefnd:
a.    Kristín viðraði þá hugmynd að  4×4 yrðu fengnir til að halda kynningu fyrir landverði, t.d. umhverfishópinn og hvað hann er að gera. Haldið yrði fræðslukvöld með 4 x 4.
   i.    Samþykkt að hafa samband við stjórn 4×4 (Örn tekur það að sér)
b.    Samþykkt að haustferðin Landvarðafélagsins verði að Reykjadal, 26. október og endi jafnvel með heimsókn á kaffihús.
   i.    Örn tekur að sér að hafa samband við aðra í fræðslu- og skemmtinefnd um nánara skipulag.
c.    Rætt um að hafa annað kynningar-eða fræðslukvöld þar sem bæði yrði fjallað um ferð þjóðgarðsvarða og annarra starfsmanna til USA á seinasta ári. Einnig að Þórunn myndi koma og tala um Rúmeníu en hún heimsótti landverði þar seinasta sumar.

5.    Vefmál
a.    Linda segir frá tilboði í lagfæringar á núverandi vef.
   i.    Sævar og Kristín ætla að taka að sér að kanna aðra kosti í veflausnum.
Örn vék af fundi kl. 18:00. Torfi tók við ritun eftir það.
6.    Alþjóðamál – Rúmenía, Króatía
a.    Þórunn fór til Rúmeníu en þar var haldin evrópsk ráðstefna 2007. Fékk ábendingu með skipti-landverði og þá mögulega styrki þar að lútandi.
   i.    Lagt til að alþjóðanefnd skoði það. Þá gætu allt að 6 rúmenskir landverðir komið hingað og 6 íslenskir landverðir farið út til Rúmeníu.
b.    Næsta evrópuráðstefna verður í Króatíu, maí 2014.
   i.    Alþjóðanefnd er falið að athuga með styrki.     
   ii.    Ákveðið að hafa fund með alþjóðanefnd sem fyrst

7.    Endurmenntun landvarða
a.    Rætt um endurmenntun landvarða. Hverjir eru heppilegastir til að koma að því? Er það UST eða ætti að leita til endurmenntunarstofnunar. Væri hægt að fá styrki í tengslum við þetta. Hvað með endurmenntunarsjóði verkalýðsfélaga?
b.    Hvað með sértækari námskeið eins og: sjálfsvörn, reiðistjórnun, björgunarskólinn eða álík.

8.    Afmælisnefnd
a.    Linda stakk upp á að skipa í afmælisnefnd fyrir árið 2016 á næsta aðalfundi en þá verða 40 ár frá stofnun landvarðafélagsins.
   i.    Athuga með lög félagsins en þó varla þörf þar sem þetta verður ekki fastanefnd.

9.    Annað
a.    Hugmynd um að gera landverði sýnilegri, nú þegar í Landanum en hvað með að fá Landvörð inn í Stundina okkar?
   i.    Þyrfti að semja innslag og einnig að athuga hvernig við sjáum þetta fyrir okkur. Hver ætti að vera í þessu?
   ii.    Fá eitthvað fólk í þetta.

b.    Eins þarf að athuga með partý stjórn
c.    Tekið var fyrir umsókn landvarðar á Þingvöllum, sem hefur starfað sem slíkur í nokkur sumur en hefur ekki tekið landvarðanámskeið. Skv. lögum félagsins þarf stjórn að samþykkja félaga sem ekki hafa landvarðaréttindi. Var hún samþykkt.