Fundur stjórnar með Umhverfisstofnun 17.febrúar 2014

Fundur stjórnar Landvarðafélags Íslands með Umhverfisstofnun
17. febrúar 2014 – kl. 15:30

Mættir: Linda, Sævar, Torfi, Kristín, Eva Dögg, Ólafur frá Umhverfisstofnun og Rene

Rætt var um niðurskurðinn og fór Ólafur yfir þá stöðu.
2007 voru 124 landvarðavikur og
í ár eru það 125 landvarðavikur
Engir landverðir við Gullfoss og Geysir.

Stjórnin benti á ræðu á Alþingi um landvörslu þar sem Sigurður Ingi umhverfisráðherra talaði um að breyta þyrfti landvörslu í landinu. Ekkert slíkt hafði borist til Umhverfisstofnunar.
Rætt um að stjórn myndi óska eftir fundi með ráðherra vegna niðurskurðar í landvörslu m. tilliti tli öryggismála, viðhalds og innviða.

Ræddum lítilega um endurmenntun fyrir landverði – en stjórnin sendi út könnun til félagsmanna til þess að kanna áhuga. Hægt að skoða þetta.

Ólafur lét vita um málþing í lok mars um umhverfisáhrif ferðamanna.

Einnig að stendur til að Þingvellir, Vatnajökulsþjóðgarður ásamt Umhverfisstofnun ætla að sameinast um einkennistfatnað landvarða. Væri gott ef Landvarðafélagið kæmi með ábendingar varðandi fatnaðinn.

Ritari fundargerðar: Linda Björk