Haustferð fellur niður

Vegna mjög dræmra undirtekta hefur skemmtinefnd ákveðið að hætta við haustferðina sem fara átti laugardaginn 25. október nk. Af sömu ástæðum verður heldur ekkert af grillveislunni sem fyrirhuguð var sama kvöld. Skemmtinefnd hefur þó síður en svo lagt árar í bát og hyggst blása til landvarðasamkomu í höfuðborginni innan tíðar, í þeirri trú að landverði fýsi að hittast og gera sér glaðan dag saman. Nánari upplýsingar um stað og stund verða sendar út síðar.

Úr því búið er að blása haustferðina af er enn meiri ástæða til að hvetja landverði til að sækja mjög áhugaverða ráðstefnu Líffræðifélags Íslands um FRIÐUN, sem einmitt verður haldin laugardaginn 25. okt. Ráðstefnan er öllum opin og hefst í Norræna húsinu kl. 9:30.