Myndakvöld 19. febrúar

Stefnt er að myndakvöldi Landvarðafélagsins fimmtudagskvöldið 19. febrúar. Ætlunin er að bregða upp svipmyndum frá Svalbarða og Skotlandi og sýna nokkurra ára gamalt myndband um störf landvarða. Verið er að finna hentugt húsnæði fyrir samkomuna og verður hún  auglýst nánar þegar það er komið á hreint. Takið frá fimmtudagskvöldið 19. feb.!