GLEÐILEGT NÝTT ÁR!

Landvarðafélagið óskar félögum sínum og velunnurum gæfu og gengis á nýju ári og þakkar samfylgdina á árinu sem leið. Nú eru jólin afstaðin og grár hversdagurinn tekinn við. Jólaglöggið þann 20. desember þótti einstaklega vel heppnað og var mæting framar björtustu vonum. Alls komu um 30 manns í teitið og skemmti fólk sér hið besta, sumir langt fram á nótt! Nánar um það síðar…

Næsti fundur stjórnar Landvarðafélagsins verður þriðjudaginn 13. janúar. Fundargerðir síðustu stjórnarfunda má nálgast hér. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér störf stjórnarinnar og koma til hennar ábendingum um verðug verkefni, atburði sem koma landvörðum við eða hagsmunamál sem brýnt er að taka á.