Dagskrá landvarðaþings 2004

Landvarðaþing 2004

Landvarðafélagið boðar til námsstefnu dagana 19. og 20. mars
í húsnæði Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, fundarsal á efstu hæð.

DAGSKRÁ

Föstudagur 19. mars

Kl. 16:00 Skráning. Kaffi og með því.

Kl. 16:25 Setning.

Kl. 16:30 „Samskipti í blíðu og stríðu“. Samskipti við samstarfsmenn, ferðamenn, leiðsögumenn, skálaverði o.fl. eru hluti af störfum landvarða og flóknar aðstæður geta komið upp þar sem góð samskiptakunnátta er gulls ígildi. Oddi Erlingsson sálfræðingur fjallar um þennan mikilvæga þátt í fyrirlestri sínum.

Kl. 17:40 Um ofbeldi og reiði. Að bregðast við ofbeldismönnum eru aðstæður sem fáir landverðir kæra sig um að takast á við. Reynsla síðasta sumars sýnir að slíkar aðstæður geta komið upp hér á landi. Kjarninn í umfjöllun Önnu Kristínar Newton sálfræðings er ofbeldi, ofbeldismenn og orsök ofbeldishegðunar – reiði.

Kl. 19:10 Kvöldsnarl.

Kl. 19:30 Sjálfsvörn. Svartbeltingarnir Heimir Sigurður Haraldsson og Guðmundur Sævarsson frá Júdófélagi Ármanns kenna undirstöðuatriði sjálfsvarnar. Þægilegur fatnaður er nauðsynlegur.

Dagskrárlok um kl. 21:30.



Laugardagur 20. mars

Kl.  9:00 Einar Torfi Finnson fjallaleiðsögumaður kennir rötun, notkun áttavita og GPS staðsetningarbúnaðar. Enginn ætti að villast lengur. Námskeiðið er kennt bæði úti og inni og fatnaður við hæfi er því nauðsynlegur.

Matar- og kaffihlé í samráði við leiðbeinanda.

Kl. 17:30 Stuttar umræður og þingi slitið.

Dagskrárlok um kl. 18:00.

ATH:
Allar veitingar eru í boði Landvarðafélagsins.
Aðgangur er ókeypis fyrir skuldlausa félaga LÍ. Aðrir greiða kr. 2.000.
Athugið að nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku á þinginu fyrir 16. mars.
Þátttöku má tilkynna með tölvupósti á netfangið landverdir@landverdir.is.
Vinsamlegast tilgreinið fullt nafn og símanúmer.
Einnig má tilkynna þátttöku símleiðis til Kristínar í síma 696-3608 eða Sveins í síma 864-6409.