Landvarðafélagið boðar til fundar um menntamál landvarða fimmtudaginn 30. mars í st. 202 í Odda, Háskóla Íslands. Fundurinn hefst kl. 20:00.
Umræðufundur um menntamál landvarða
Nú í vetur hefur staðið yfir vinna við endurbætur og breytt fyrirkomulag á landvarðanámskeiðinu sem Umhverfisstofnun (UST) hefur haldið reglulega fyrir verðandi landverði. Skipuð var þriggja manna nefnd til að vinna að þessum breytingum. Fyrir hönd okkar landvarða hefur Glóey Finnsdóttir unnið í þessari nefnd, sem nú hefur lokið störfum að mestu. Því er ekki úr vegi að landverðir komi nú saman og kynni sér vinnu nefndarinnar, ræði saman og skiptist á skoðunum um þessi mál.
Félagið boðar til fundar um menntamál landvarða fimmtudaginn 30. mars í st. 202 í Odda, Háskóla Íslands. Fundurinn hefst kl. 20:00.
Allir áhugasamir landverðir, gamlir sem nýjir, ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta og leggja orð í belg eða bara hlusta á hina!
Stjórnin