Miðvikudaginn 19. febrúar ætlar stjórn landvarðafélagsins að standa fyrir málþingi um menntamál landvarða á Íslandi. Málþingið er haldið á Hótel Íslandi, Ármúla 9 kl. 19. Seinustu ár hefur landvarðastarfið vaxið gífurlega og ef lagafrumvörp um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun munu ganga eftir þá er líklegt að það verði þörf á enn fleiri landvörðum. Markmið málþingsins er að fá málefnalega umræður um núverandi menntun landvarða, framtíðarsýn og endurmenntun landvarða. Eftir málþingið mun stjórn Landvarðafélagsins taka saman helstu punkta í skýrslu sem hún mun svo koma í hendur þeirra sem fara með menntamál landvarða til að vinna úr.
Framkvæmdin verður þannig að við leggjum upp með að fyrst verður stutt kynning á stöðu mála í dag. Síðan verður skipt upp í umræðuhópa og í lokin verða helstu punktar teknir saman og ræddir.
Málþingið fer fram í sal á Hótel Íslandi. Við hvetjum allt áhugasamt fólk um að koma hvort sem þau séu starfandi landverðir í dag, landverðir í dvala eða annað fólk sem hefur áhuga á menntun landvarða, náttúruvernd og umsjón friðlýstra svæð
Við stefnum á að vera með beint streymi frá málþinginu og reynum með því að gera okkar besta í að greiða aðgengi þeirra sem eru út á landi til að taka þátt í umræðunni. Til dæmis væri sniðugt ef einstaklingar gætu safnast saman á ákveðnum svæðum og þannig myndað umræðu hóp og að því loknu sent okkur í stjórn Landvarðafélags Íslands punktana sína landverdir (hjá) landverdir.is.
Vinsamlegast tilkynnið mætingu með því að senda okkur póst, í viðburðinum á Facebook eða með einkaskilaboðum til Landvarðafélagsins á Facebook.