Af vef Umhverfisstofnunar: Landvarðarnámskeið Umhverfisstofnunar verður á vormánuðum 2012. Jón Björnsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sem hefur umsjón með Hornstrandafriðlandinu sér um námskeiðið, undirbúning o.fl. ásamt kennurum sem koma að helstu þættir námskeiðum. Námskeiðið spannar rúmlega 100 kennslustundir sem raðast niður á 4 vikur. Það hefst 16. febrúar og lýkur 11. mars. Nemendur sem lokið hafa landvarðarnámskeiði ganga fyrir um landvarðastörf í þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum. Umhverfisstofnun hefur yfirumsjón með námskeiðinu.
Markmið námskeiðsins er að tryggja framboð af hæfum landvörðum til starfa á friðlýstum svæðum. Kennt er samkvæmt námskrá Umhverfisstofnunar og reglugerðar um landverði, nr. 061/1990.
Lágmarksaldur þátttakenda er 20 ára á árinu. Lágmarksfjöldi þátttakenda til að námskeið verði haldið er 15 og hámarksfjöldi 30. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar.
Sjá nánar um námskeið og skráningu á vef Umhverfisstofnunar hér.