Þann 9. nóvember 1976 mættu 16 manns á stofnfund hagsmunafélags Félag gæslumanna, Ferðafélags Íslands og Náttúruverndarsinna. Stofnfélagarnir voru áhugasamir einstaklingar um útivist og náttúru sem starfað höfðu við skálavörslu og landgæslu á friðuðum svæðum. Fjórum árum síðar var einróma samþykkt á aðalfundi að breyta nafni félagsins í Landvarðafélag Íslands.
Í tilefni 40 ára afmælis Landvarðafélags Íslands þann 9. nóvember, langar okkur í stjórn að fagna þeim degi með félagsmönnum. Við ætlum því að hittast á Frederiksen Ale House við Hafnarstræti 5 klukkan átta í kvöld.
Bjórinn verður á 750 krónur af krana en einnig verður hægt að fá sér smárétti á sama verði fyrir þá sem mæta svangir á staðinn.
Við lofum notalegri samverustund á þessum afmælisdegi félagsins og vonumst við til að sjá sem flesta