Jólaglögg LÍ verður 20. desember

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og nú hefur verið ákveðið að halda jólaglögg félagsins laugardaginn 20. desember. Verið er að athuga með húsnæði og verður nánar tilkynnt um stað og stund þegar það liggur fyrir. Sama gildir um vetrarfagnað sem skemmtinefnd ætlar að efna til að loknum „Töðugjöldum“ UST, sem væntanlega verða í þessum mánuði.  Sjá nánar í fundargerð stjórnarfundar frá 4. nóvember.