Allsherjar haustfagnaður 29. nóvember

Ágætu félagar,

Þá er komið að því: Á laugardaginn kemur, 29. nóv., um kl. 19:00*, verður haustfagnaður Landvarðafélagsins haldinn á Celtic Cross, Hverfisgötu 29, Reykjavík. Fjölmennum á krána og gerum okkur glaðan (haust)dag saman!

Staðarval og stund þessa haustfagnaðar tekur mið af tveimur öðrum atburðum sama dag, sem fjöldi landvarða sækir. Fyrr um daginn (kl. ca. 14 – 17) verða hjá Umhverfisstofnun svokölluð töðugjöld landvarða sem störfuðu hjá stofnuninni í sumar. Um kvöldið verður svo haustfagnaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem allir landverðir eru velkomnir á, sbr. auglýsingu hér. Á milli skjótum við svo óformlegri haustsamkomu landvarða á Celtic Cross, keltnesku kránni á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs.

*Tímasetningin er ekkert heilög, aðalatriðið er að láta sjá sig á staðnum á bilinu ca. 17:30 – 21:00, lyfta kollu og hitta aðra káta landverði. Sumum gæti t.d. hentað að koma í beinu framhaldi af töðugjöldunum hjá UST, meðan aðrir gætu nýtt sér samkomuna sem góða upphitun fyrir haustfagnaðinn hjá Náttúruverndarsamtökunum. Sem sagt: Kjörið tækifæri til að hitta gott fólk á laugardagskvöldi!

Hittumst heil á laugardaginn!
Landvarðafélagið