Fundur Landvarðafélags Íslands og Umhverfisstofnunar 27. maí 2009
Mætt:
UST: Ólafur Arnar Jónsson og Sigrún Valgarðsdóttir
LÍ: Ásta Davíðsdóttir og Ásta Rut Hjartardóttir
Dagskrá
1. Svæðalandvarsla Miðhálendi
Guðlaugstungur; þar verður talið, gengið um svæðið athugað með skilti
Þjórsárver; þar verður gengið um svæðið athuga með álag af gönguleiðinni sem er þar og athugað með skilti
Hveravellir; Hveravallafélagið er i einhverjum framkvæmdum.
2. Svæðalandvarsla S-Vestfirðir
Það eru framkvæmdir við stíga við Dynjanda og verða sjálfboðaliðar þar sem eru ekki á vegum UST
3. Hornstrandir.
Þar verða byggð 2 hús annað í Hornvík og hitt á Hesteyri. Þetta eru lítil hús með almennings salerni og aðstöðu fyrir landverði.
4. Sjálfboðaliðar
Það er að mati Chas fullbókað í sjálfboðaliða og ekki hægt að taka við fleirum. Verða þeir við vinnu hjá UST á mörgum stöðum og hjá mörgum öðrum aðilum.
5. Utanvega akstur
Ráðuneytið vill að haldið sé utan um utanvega akstur og skráð séu öll atvik ný og gömul og hvort sem vitað er hver gerði eður ei.
6. Fatamál
Enn bætist við fötin núna eru komnar nýjar úlpur, bolir, samfestingar og húfa eða strokkur sem einnig má nota um hálsinn. Allt vel merkt að sjálfsögðu. Einnig fékk skírteini landvarða nýtt útlit.
7. Bifreiðar
Óli lagði á það mikla áherslu að takmörkuð yrði notkun bifreiða við það sem teldist vinna og nauðsynlegar ferðir aðrar t.d. í búðir.
8. Næsti fundur
Næsti fundur er áætlaður í lok júní og er talað um að halda hann jafnvel á Snæfellsnesi.
9. Tetra
Tækið er sími og fjarskiptastöð með beina línu inn á neyðalínuna. Hægt er að hafa nokkra hópa stillta á tækinu; talhópa, uppkallshópa og vinnuhópa. Félagið bennti á að ferilvöktun sem væri fyrirhuguð með þessum tækjum væri ekki leyfð nema með sérstökum leyfum og að hún hefði bæði jákvæða og neikvæða hliðar. Þeir sem hefðu aðgang að ferilvöktuninni væru Ólafur, Hjalti og Forstjórinn.
Ritari: Ásta Davíðsdóttir