Dagskrá á alþjóðadegi landvarða 31. júlí

Landverðir fagna alþjóðadegi landvarða ár hvert 31. júlí.

Þessi dagur er haldinn hátíðlegur til að fagna störfum landvarða um allan heim sem leggja sig alla fram við að vernda náttúru- og menningarleg verðmæti heimsins.

Einnig til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. En árið 2017 létust 128 Landverðir við störf víðsvegar um heiminn. Flestir þeirra eru frá Indlandi, Afríku og Asíu þar sem landverðir eiga m.a. í stríði við veiðiþjóða og skógarhöggsmenn.

Í tilefni dagsins bjóða landverðir víðsvegar um landið upp á gönguferðir og aðra viðburði.

MYLLUMERKI

Við hvetjum landverði og þáttakendur að taka myndir í fræðslugöngum og merkja þær með myllumerkjunum #worldrangerday #landverdir#landvarðaverk

DAGSKRÁ

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
* Lagt af stað frá gestastofunni Malarifi. Landverðir munu leggja áherslu á að kynna störf landvarða. Gangan byrjar kl. 13:00 og tekur um 1 – 1,5 klst. Eftir göngu verður gestum boðið að kynna sér störf landvarða víðsvegar um heiminn í gestastofunni. Nánari upplýsingar í síma 436-6888.

Friðland að Fjallabaki
* Lagt af stað frá upplýsingabás í Landmannalaugum. Landverðir munu bjóða gestum í göngu um Laugahraun í Landmannalaugum og fræða þá um störf landvarða og náttúru og sögu friðlandsins. Gangan byrjar kl. 13:00 og tekur um 2,5 klst. og er miðlung létt. Nánari upplýsingar í síma 822-4083.

Friðlandið Dyrhólaey
* Lagt af stað frá salernishúsinu á Lágey. Landverðir munu bjóða gestum í göngu um eyjuna og fræða þá um störf landvarða og náttúru og sögu Dyrhólaeyjar. Gangan byrjar kl. 13:00, tekur um 2 klst. og er miðlungs létt. Nánari upplýsingar í síma 822-4088

Friðlandið í Húsafelli
* Lagt af stað frá upplýsingamiðstöðinni í Húsafelli. Landvörður býður gestum í göngu um friðlandið og mun fræða þá um störf landvarða, náttúru og sögu friðlandsins. Gangan byrjar kl. 13:00, tekur um 2,5 klst. og er miðlungs létt. Nánari upplýsingar í síma 822- 4082.

Friðlandið Vatnsfirði
* Lagt af stað frá Hótel Flókalundi þar sem sameinast verður í bíla. Landverðir bjóða upp á létta fræðslugöngu um rætur Þingmannaheiðar þar sem sjónum verður beint að flóru friðlandsins sem er rómað fyrir gróðursæld. Gangan byrjar kl. 16:00 og tekur um 1,5 kls. Nánari upplýsingar í síma 822-4080.

Náttúruverndarsvæðið Látrabjarg
* Lagt af stað frá vitanum á Bjargtöngum. Landvörður býður upp á stutta fræðslugöngu þar sem fjallað verður um fuglana sem hreiðra um sig í bjarginu á sumrin og lifnaðarhætti þeirra. Gangan byrjar kl. 16:00 og er auðveld þar sem gengið verður með brúnum Látrabjargs. Nánari upplýsingar í síma 822-4091.

Náttúruverndarsvæði Reykjanesi
• kl. 13, bjóða landverðir á Reykjanesi upp á létta 2 klst. göngu við rætur fjallsins Þorbjörn. Gengið verður frá bílastæðinu á Selhálsi við hitaveitutankinn. Meðan á göngu stendur munu landverðir fræða gesti um náttúruna og störf landvarða.

Askja
• störf landvarða kl. 13. Landvörður segir frá jarðfræði Öskju og Dyngjufjalla og örlagaríkum heimsóknum manna í Öskju. Í þessari göngu mun landvörður leggja sérstaka áherslu á störf landvarða á svæðinu.
Gengið að Víti (2,3 km) og tekur rúma klukkustund.
Lagt af stað kl. 13 frá nýju þurrsalernunum við bílastæðið Vikraborgum (20 mínútna akstur frá Drekagili).

Hús Vatnajökulsþjóðgarðs Drekagili
• Kl. 15 – 17 Opið hús hjá landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs í Drekagili. Gestum á svæðinu gefst tækifæri að kynna sér störf landvarða og fræðast um svæðið í húsi Vatnajökulsþjóðgarðs í Drekagili. Heitt á könnunni.

Snæfell
• Í Snæfelli bjóða Úlfur og Þura upp á hefðbundið Kínverskt te klukkan 20:00

Snæfellsstofa
• Landverðir í Snæfellsstofu munu bjóða upp á fjórar barnastundir.
Boðið verður upp á barnastund á eftirfarandi tímum:
11:00, 13:00, 14:00 og 15:00.
Barnastund er fyrir áhugasama krakka á aldrinum 6-12 ára
Þau fá leiðsögn um náttúruna og farið er í náttúrutengda leiki með landverði.Hver barnastund tekur um 45 mínútur.
Mæting í móttöku Snæfellsstofu
Munið að klæða ykkur eftir veðri.

Hvannalindir
• Náttúruvöktun, kl.13. Gengið um norðurjaðar Lindahrauns frá bílastæðinu við Kreppuhrygg. Landvörður segir frá náttúruvöktun í þessari sérstöku gróðurvin, plöntu- og dýralífi, og gestir taka þátt í árlegri talningu gæsahreiðra á svæðinu. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund.

Kverkfjöll
• Í ríki jökulsins, kl.10. Gengið með landverði á Virkisfell frá Sigurðarskála (2,1 km). Gestir fræðast um jarðfræði svæðisins og hlutverk jökulsins í landmótun og af hæsta punkti fæst gott útsýni yfir þetta sérstæða svæði. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund.

Skaftárstofa Kirkjubæjarklaustri
• Glærusýning um landvörslu og störf landvarða sýnd í gestastofu frá kl. 9-18.

Lakagígar
• Fegurð og hörmungar, áhrif Skaftárelda. Ganga upp á Laka hefst kl. 12:30. Gengið er upp á Laka og horft yfir sögusvið Skaftárelda. Gos sem var upphafið á hörmungum, loftslagsbreytingum og varð að lokum náttúruundur. Gangan tekur um 40 mín.

Eldgjá
• Hvernig stækkar Ísland? Klukkan 11:00 frá bílastæðinu í Eldgjá. Stutt ganga áleiðis inn í Eldgjá, landverðir fara í myndun gjárinnar og benda á áhugaverða staði og staðreyndir. Gangan tekur um 30 mín.

Nýidalur
• Háhyrna – útsýni yfir Ísland. Klukkan 10:00 frá bílastæðinu við Skála í Nýjadal. Rætt er um landvörslustarfið, breytingar á landinu undandarin ár og víðerni. Gangan tekur um 2,5 tíma.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
• Hittu og heilsaðu landverði – Kl 13:00 – 15:00 mun landvörður í gestastofuni á Hakinu taka á móti gestum og gangandi og fræða það um störf landvarða. Einnig verður í boði að láta taka mynd af sér með landverði.