Vakin er athygli á söfnun undirskrifta til að krefjast þess að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkjun. Með því að fara inn á http://halendi.this.is getur þú skrifað undir áskoranir til Alþingismanna og forseta Íslands. Það er enn ekki of seint að stöðva Kárahnjúkavirkjun. Skrifum undir og hvetjum Alþingismenn og forsetann til að segja nei!
Category: Fréttnæmt frá 2003
Baráttufundur í Borgarleikhúsi
Miðvikudaginn 15. janúar kl. 20:30 verður haldinn baráttufundur í Borgarleikhúsinu undir yfirskriftinni „Leggjum ekki landið undir – björgum þjóðarverðmætum“. Meðal dagrskráratriða: Pétur Gunnarsson rithöfundur setur fundinn. Diddú og Þjóðkórinn syngja undir stjórn Margrétar Pálmadóttur.Guðmundur Páll Ólafsson flytur Óð til Kárahnjúka í máli og myndum. Hilmar Örn Hilmarsson lætur steinana tala. Sigurður Jóhannesson hagfræðingur flytur erindi.… Continue reading Baráttufundur í Borgarleikhúsi
Umhverfisstofnun tekin til starfa
Náttúruvernd ríkisins var lögð niður í lok síðasta árs. Við hlutverki hennar tók Umhverfisstofnun, þann 1. janúar sl. Umhverfisstofnun starfar samkvæmt lögum nr. 90/2002 og tók hún við verkefnum Hollustuverndar ríkisins, Náttúruverndar ríkisins og Veiðistjóraembættis, ásamt starfssemi dýraverndarráðs, hreindýraráðs og villidýranefndar. Forstjóri Umhverfisstofnunar er Davíð Egilsson. Stofnunin er til húsa að Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.… Continue reading Umhverfisstofnun tekin til starfa