Aðalfundur Landverndar 26. maí að Nauthóli

landvernd1

landvernd1Af vef Landverndar:

Aðalfundur Landverndar verður haldinn að Nauthóli við Nauthólsvík miðvikudaginn 26. maí. Húsið opnar kl. 14.30 og hefst fundur á almennum aðalfundarstörfum kl. 15.00.
Stjórn og starfsmenn Landverndar vinna um þessar mundir að stefnumótun fyrir samtökin sem miðar að því að skerpa áherslur og efla náttúruvernd á Íslandi. Við viljum gjarnan fá félaga og aðildarfélög til liðs við okkur í þessari vinnu og hefur í þeim tilgangi verið skipulagt svokallað framtíðarþing sem hefst að loknum aðalfundi kl. 16.30.
Dagskrá lýkur kl. 18.00 með afhendingu Bláfánans við Ylströndina í Nauthólsvík.

Drög að dagskrá aðalfundar 2010

Vinsamlegast athugið að til þess að öðlast atkvæðisrétt á aðalfundi þurfa félagar að hafa greitt félagsgjöld fyrir starfsárið sem er að líða.

***********************************************************************
Reikningsupplýsingar:
Arionbanki nr. 0301-26-9905
Kennitala Landverndar: 640971-0459
Einstaklingsgjald starfsárið maí 2008 – maí 2009
Upphæð: kr. 3.000 – 6.000 – eða 12.000 þitt er valið.
**********************************************************************

Allir velkomnir á aðalfund!

f.h. starfsmanna og stjórnar Landverndar

Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar
Netfang: bth@landvernd.is
www.facebook.com/Landvernd.umhverfisverndarsamtok
www.landvernd.is