Aðalfundur 2021

Kæru landverðir,

Þann 17. Mars fór aðalfundur félagsins fram á rafrænan hátt. Ný stjórn er skipuð eftirfarandi aðilum og hefur hún nú fundað og skipt með sér verkum eins og hér segir:

Nína Aradóttir – formaður
Þórhallur Jóhannsson – varaformaður
Guðrún Tryggvadóttir – ritari og tengiliður við kjara- og launanefnd
Hrafnhildur Vala Friðriksdóttir – gjaldkeri
Rakel Anna Boulter – tengiliður við fræðslu- og skemmtinefnd
Benedikt Traustason – varamaður og tengiliður við kjara- og launanefnd
Eyrún Þóra Guðmundsdóttir –  varamaður og tengiliður við alþjóðanefnd

Einnig var kosið í nefndir og skoðunarmenn reikninga:
Kjara- og launanefnd; Guðmundur Björnsson, Guðrún Tryggvadóttir og Benedikt Traustason
Fræðslu- og skemmtinefnd; Helga Aradóttir, Anna Pálsdóttir og Friðgeir Jóhannes Kristjánsson.
Alþjóðanefnd; Hrafnhildur Ævarsdóttir, Linda Björk Hallgrímsdóttir og Þórunn Sigþórsdóttir.
Skoðunarmenn reikninga: Ingibjörg Eiríksdóttir og Aurora Friðriksdóttir.

Fundargögn (ársskýrslu, fundargerð og ályktun) má finna á heimasíðunni okkar: https://landverdir.is/um-felagid/adalfundir/

Eftir páska munum við senda út könnun á félagsmenn og upplýsingar um þá dagskrá sem er framundan. 

Við þökkum þeim sem hætta í stjórn og nefndum kærlega fyrir vel unnin störf sl. Ár og hlökkum til að vinna áfram að hagsmunum landvarða á komandi ári.  

Gleðilega páska,
Stjórn