Tilkynning til Landvarða frá Starfsgreinasambandinu

Tilkynning til Landvarða frá Starfsgreinasambandinu:

Kæru landverðir,

Við ákváðum að fara í gang með eitt prófmál vegna fjarvistaruppbótar 2011-2013. Því lyktaði þannig að Vatnajökulsþjóðgarður féllst á að greiða þeim tiltekna landverði fjarvistaruppbót vegna eldri ára en 2013, nánar tiltekið 2011 og 2012. Greiðslan er þó án viðurkenningar á fordæmisgildi í öðrum málum. Okkur er því nauðugur sá kostur að senda innheimtubréf vegna hvers máls fyrir sig. Eigi aðrir landverðir kröfu vegna þess tíma sem þeir hafa ekki fengið greidda geta þeir óskað eftir því að þess verði freistað að innheimta hana.

Til þess þurfa að liggja fyrir:

A. allir launaseðlar viðkomandi ára,

B. ráðningarsamningur ef til er en annars sleppa honum,

C. tímaskýrslur eða nákvæmar upplýsingar um hvenær vinna í óbyggðum hófst og hvenær var snúið aftur til byggða (ef um hlé var að ræða þarf að liggja fyrir hvenær þau voru),

D. upplýsingar um hvar vinna í óbyggðum fór fram og

E. nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang viðkomandi.

Gögnin og upplýsingarnar þarf að senda í einu lagi á Evu Dís Pálmadóttur lögmann (netfang eva@sokn.is) sem fyrst en forsenda þess að vinna fari af stað er að öll gögnin berist.

Vinsamlegast komið þessu bréfi áfram á þá landverði sem málið tekur til. Mikilvægt er að senda upplýsingarnar fyrir lok september!

kveðja,

Drífa Snædal

Framkvæmdastjóri

Starfsgreinasamband Íslands

Guðrúnartúni 1 – 105 Reykjavík

Sími: 562-6410

GSM: 695-1757
drifa@sgs.is
www.sgs.is