Vakin er athygli á Íslandsvinagöngunni sem verður laugardaginn 27. maí í miðbæ Reykjavíkur. Gengið verður af stað kl. 13 frá Hlemmi og endað á Austurvelli þar sem fjölbreytt dagskrá tekur við.
Íslandsvinagangan er fyrir alla þá sem vilja standa fyrir rétti sínum og mótmæla stóriðju- og virkjanastefnu stjórnvalda.
Takmarkið er að fylla miðbæinn af fólki.
Samstaða í verki – Íslandsvinir ganga saman
Ert þú ein/n af þeim sem spyr sig hvað hægt sé að gera til að snúa við þeirri þróun sem er að eiga sér stað á Íslandi í dag? Ert þú í hópi þeirra sem stórefast um ágæti stóriðjustefnu stjórnvalda og telja að Ísland eigi að vera að stefna í allt aðra átt en þeir fáu aðilar sem nú sitja á þingi eru að gera? Spyrð þú sjálfa/n þig hvað þú getir gert til þess að bjarga landinu þínu frá eyðileggingu? Sjaldan hefur ein mannvera bylt stóru fjalli, en með sameiginlegu átaki er ýmislegt hægt að gera. Nú er okkar tími kominn til þess að gera eitthvað, ekki er seinna vænna kæru samfélagar.
Íslandsvinir er hópur fólks sem lætur sig varða náttúru Íslands, menningu, sjálfstæði og lýðræði. Laugardaginn 27. maí, kl. 13:00 standa Íslandsvinir fyrir göngu sem lagt verður í frá Hlemmi. Gengið verður niður Laugaveginn og endað á Austurvelli þar sem haldnir verða tónleikar og útifundur. Íslandsvinir vilja taka höndum saman með öðrum Íslandsvinum í meðmælagöngu þar sem gengið verður fyrir náttúru Íslands, fjölbreytt atvinnulíf, sköpunarkraft, frumkvæði, sjálfstæði og virkt lýðræði. Íslandsvinir hafna misnotkun og óábyrgri eyðileggingu náttúrunnar sem er að eiga sér stað vegna stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar.
Ert þú Íslandsvinur?
Við hvetjum alla til þess að koma með okkur í gönguna þann 27. maí kl. 13. Til þess að nota lýðræðislegan rétt okkar munum við hefja undirskriftasöfnun á Austurvelli þar sem skorað verður á ríkisstjórnina að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, óháð flokkspólitík, um framtíðarstefnu í stóriðjumálum og verndun náttúru Íslands. Íslandsvinir telja náttúru Íslands og hreint loft vera yfir flokkspólitík hafið og eigi að vera spurning um heildarhagsmuni til framtíðar fyrir komandi kynslóðir, en ekki háð skammtímasjónarmiðum ríkisstjórnarinnar. Vertu með í hópi fólks sem lýsir yfir ást sinni á landinu þennan dag, vertu Íslandsvinur. Meðal þeirra sem nú þegar hafa ákveðið að lýsa yfir stuðningi og vináttu sinni við Ísland er listafólk sem mun láta sköpunarkraft sinn skína á sviði á Austurvelli. Þar má nefna tónlistarfólkið Benna Hemm Hemm, Hjálma, KK, Ragnhildi Gísladóttur, Flís og Bogomil Font. Sólveig Arnarsdóttir stígur á svið sem fjallkona.
Stórviðburður
Nú er það í þínum höndum ásamt öðrum Íslandsvinum að gera Íslandsgönguna að stórviðburði. Við berum öll ábyrgð á því hvernig fer fyrir landinu okkar og miðað við það að vera á topp 10 yfir ríkustu þjóðir heims ættum við að geta gert miklu betur en að gjöreyðileggja landið okkar fyrir nokkrar krónur í vasann. Aldrei áður hefur verið gengið eins nærri náttúrugersemum Íslands og einmitt núna og aldrei í allri sögu landsins hafa Íslendingar framið eins stór umhverfisspjöll eins og á síðustu árum. Miðað við þann sköpunarkraft og frumkvæði sem í íslensku þjóðarsálinni býr ættum við að geta komið Íslandi á blað heimssögunnar fyrir framsækna hugsun og sköpun í umhverfisvænum lausnum á öllum sviðum. Mætum öll á Hlemm kl. 13 á laugardaginn 27. maí og sýnum samstöðu í meðmælagöngu fyrir Ísland til þess að snúa þróuninni í átt að framsækni, frumkvæði, sjálfstæði og lýðræði. Hvetjum vini okkar og fjölskyldu til þess að ganga með okkur fyrir Ísland. Sýnum börnunum okkar hversu mikils virði landið okkar er. Ísland þarfnast samstöðu okkar núna kæru samfélagar.
Ert þú Íslandsvinur?
Við hvetjum alla til þess að koma með okkur í gönguna þann 27. maí kl. 13. Til þess að nota lýðræðislegan rétt okkar munum við hefja undirskriftasöfnun á Austurvelli þar sem skorað verður á ríkisstjórnina að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, óháð flokkspólitík, um framtíðarstefnu í stóriðjumálum og verndun náttúru Íslands. Íslandsvinir telja náttúru Íslands og hreint loft vera yfir flokkspólitík hafið og eigi að vera spurning um heildarhagsmuni til framtíðar fyrir komandi kynslóðir, en ekki háð skammtímasjónarmiðum ríkisstjórnarinnar. Vertu með í hópi fólks sem lýsir yfir ást sinni á landinu þennan dag, vertu Íslandsvinur. Meðal þeirra sem nú þegar hafa ákveðið að lýsa yfir stuðningi og vináttu sinni við Ísland er listafólk sem mun láta sköpunarkraft sinn skína á sviði á Austurvelli. Þar má nefna tónlistarfólkið Benna Hemm Hemm, Hjálma, KK, Ragnhildi Gísladóttur, Flís og Bogomil Font. Sólveig Arnarsdóttir stígur á svið sem fjallkona.
Stórviðburður
Nú er það í þínum höndum ásamt öðrum Íslandsvinum að gera Íslandsgönguna að stórviðburði. Við berum öll ábyrgð á því hvernig fer fyrir landinu okkar og miðað við það að vera á topp 10 yfir ríkustu þjóðir heims ættum við að geta gert miklu betur en að gjöreyðileggja landið okkar fyrir nokkrar krónur í vasann. Aldrei áður hefur verið gengið eins nærri náttúrugersemum Íslands og einmitt núna og aldrei í allri sögu landsins hafa Íslendingar framið eins stór umhverfisspjöll eins og á síðustu árum. Miðað við þann sköpunarkraft og frumkvæði sem í íslensku þjóðarsálinni býr ættum við að geta komið Íslandi á blað heimssögunnar fyrir framsækna hugsun og sköpun í umhverfisvænum lausnum á öllum sviðum. Mætum öll á Hlemm kl. 13 á laugardaginn 27. maí og sýnum samstöðu í meðmælagöngu fyrir Ísland til þess að snúa þróuninni í átt að framsækni, frumkvæði, sjálfstæði og lýðræði. Hvetjum vini okkar og fjölskyldu til þess að ganga með okkur fyrir Ísland. Sýnum börnunum okkar hversu mikils virði landið okkar er. Ísland þarfnast samstöðu okkar núna kæru samfélagar.
Andrea Ólafsdóttir
Íslandsvinur