Áskorun til stjórnvalda frá landvörðum – Náttúra landsins kallar á hjálp!

Áskorun til stjórnvalda frá landvörðum – Náttúra landsins kallar á hjálp!

 

Álag á náttúru Íslands hefur aukist til mikilla muna á undanförnum árum. Ferðamannastraumurinn hefur margfaldast á fáeinum árum og er nú umtalsverður árið um kring, en landvarsla hefur því miður ekki fengið að fylgja þeirri þróun. Þörfin á landvörslu allt árið um kring hefur aldrei verið meiri. Nú er svo komið að ekki verður lengur við unað. Enn sem komið er njóta aðeins fáir staðir á landinu heils árs landvörslu. Þeir fáu landverðir sem ráðnir eru yfir vetrartímann eru sjaldnast fastráðnir, heldur eru þeir ráðnir tímabundið, aðeins nokkrar vikur eða mánuði í senn.

Atvinnuöryggi í greininni er því nánast ekkert og starfsmannavelta þar af leiðandi mikil. Sem hefur aftur í för með sér að staðþekking gloprast niður engum til hagsbóta. Tímabundin ráðning er engum til gagns, ekki landverðinum og enn síður landinu sem hlutverk landvarðarins er að vernda. Auk þess er hún skammgóður vermir því í 41.gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 segir:

Tímabundin ráðning skal þó aldrei vara samfellt lengur en í tvö ár. Enn

fremur segir í 5.gr. laga um tímabundna ráðningu starfsmanna nr. 139/2003

að Nr ráðningarsamningur telst taka við af öðrum samningi sé hann

framlengdur eða ef nr tímabundinn ráðningarsamningur kemst á milli sömu

aðila [innan sex vikna]1) frá lokum gildistíma eldri samnings. Landvarðafélag

Íslands telur að þessi ákvæði hafi í mörgum tilfellum verið brotin.

Uppbygging innviða er sannarlega mikilvæg til að tryggja bæði vernd

náttúrunnar og öryggi ferðamanna. Ekkert kemur þó í stað lifandi

náttúrutúlkunar landvarða, enda er fræðsla og snileiki oft besta forvörnin.

Reynsla okkar landvarða er sú að því miður fari ekki allir ferðamenn eftir því

sem á skiltum stendur heldur þurfi mannleg samskipti til að útskra mikilvægi

ákveðinnar umgengni til verndar náttúrunnar, sem svo oft á undir högg að

sækja.

Eins og skrt hefur verið frá í fréttum undanfarinna daga og vikna, þá eru fjölmörg svæði í hættu nú á leysingunum. Umhverfisstofnun hefur nú lokað þremur svæðum vegna áorðinna og yfirvofandi skemmda. Á þessi svæði hafa landverðir verið kallaðir til til að tryggja að lokanir séu virtar af ferðamönnum.

Augljóst er að ef fyrr hefði verið gripið inn í væri staðan ekki jafn slæm sem aftur snir þörfina á betri stringu og meiri landvörslu á okkar viðkvæmu náttúru. Tímabilið þegar frost fer úr jörður er erlendis þekkt sem mud seasons og þá er umferð um vegi og göngustíga á ferðamannasvæðum ávallt takmörkuð í takt við aðstæður og ferðafólk þekkir það. Nú fer frost úr jörðu á hverju ári hérlendis og ættum við því að vera undirbúin fyrir þetta tímabil en ekki að grípa inn í þegar skaðinn er skeður.

Landvarðafélag Íslands skorar á íslensk stjórnöld að setja náttúruna í fyrsta sæti, tryggja heilsárslandvörslu á landinu öllu og stuðla með því að fagmennsku við umönnun náttúru landsins til framtíðar.

Ályktað á aðalfundi Landvarðafélags Íslands þ. 10. apríl 2018.