Verndun víðernisupplifunar á áfangastöðum hálendisins

Í haust gerði félagi í Landvarðafélagi Íslands skólaverkefni um stjórnun á friðlýstum svæðum. Liður í því var könnun á meðal landvarða þar sem spurt var um ýmis atriði er tengjast landvörslu og hegðun ferðamanna. Nú er komin samantekt úr könnuninni sem er hér að neðan.

Verndun víðernisupplifunar á áfangastöðum hálendisins
(verkefni í Inngangi að umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands)

Fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi leiðir til aukins álags á vinsælum áfangastöðum á hálendinu. Nauðsynlegt er að bregðast við með réttum hætti því annars er hætt við því að sérstaða hálendisins og aðdráttarafl rýrni.
Landverðir gegna lykilhlutverki á hálendi Íslands og þekkja betur en margir þarfir og langanir ferðamanna og þau vandamál sem við er að etja. Því var leitað til þeirra eftir svörum við nokkrum spurningum tengdum rannsóknarspurningunni: Hvaða stjórnunaraðgerðir, ef einhverjar, eru nauðsynlegar til til að vernda víðernisupplifun ferðamanna á hálendi Íslands.

Verkefnið var unnið á ensku, en í hraðsoðinni samantekt og þýðingu voru helstu niðurstöður þessar:

•    60-80% svarenda sáu utanvegaakstur, traðk og sóðaskap sem alvarlegt eða umtalsvert vandamál. 36-44% sáu vörðuhleðslur og jarðminjarask sem alvarlegt eða umtalsvert vandamál  og 48% til viðbótar sáu þetta sem smávandamál. Fáir litu á mannþröng, truflun á dýralífi, hávaða eða tillitleysi gagnvart öðrum sem vandamál, sem er athyglisvert því allt er þetta óáþreifanlegra en það sem á undan var talið.

•    Sem ástæður að baki óæskilegri hegðun taldi 45% svarenda það skýrast af skorti á upplýsingum áður en viðkomandi staður var heimsóttur. 36% til viðbótar voru að hluta til sammála þessari fullyrðingu. Almenn vanvirðing við náttúru og umhverfi, skortur á landvörðum á svæðinu og skortur á upplýsingum á staðnum skoruðu lægra: 14-27% voru þar algjörlega sammála.

•    95% voru algjörlega eða að hluta til sammála þeirri fullyrðingu að búast mætti við betri hegðun frá þeim einstaklingum sem sýndu náin tengsl við náttúru. Fullyrðingar um að fjöldægra gestir sýndu betri hegðun og að þeir sem kjósa einfalda innviði og þjónustu sýni betri hegðuni nutu hvor um sig stuðnings 77% þáttakenda, að öllu leyti eða að hluta til.

•    95% voru algjörlega eða að hluta til sammála því að auka þyrfti fyrirframgefna upplýsingagjöf, 91% töldu að fjölga þyrfti landvörðum og sama hlutfall vildi auka upplýsingagjöf á staðnum.  86% vildu bæta aðstöðu á áfangastöðum (skála, salerni o.þ.h.) og 57% bæta innviði úti á svæðunum ,þ.e. göngupalla, brýr og útsýnispalla. 38% voru hins vegar andsnúin því.

Niðurstöðurnar komu ekkert stórkostlega á óvart, en augljóst er að landverðir telja mikilvægast að auka upplýsingagjöf til ferðamanna áður en þeir koma upp á hálendið. Hugsanlega þarf því að huga að því að koma upp upplýsingastöðvum og landvarðastöðvum í jaðri hálendisins. Um þetta er fjallað í niðurstöðukafla verkefnisins sem fær hér að flakka með óþýddur:

To properly analyse the reasons behind negative tourist behaviour, one would probably have to study the culprits themselves instead of finding out through third party. But as rangers often respond to incidents and discuss them with offenders, it may be assumed that they have acquired valuable knowledge about underlying reasons behind such acts and can as such provide valuable knowledge.

The results of the survey indicate that various management actions are necessary to protect the wilderness experience of visitors in the central highlands of Iceland. While development of infrastructure in nature is partially denied, there seems to be to some extent an agreement with infrastructure in places where tourists arrive at destinations. There is also a huge consensus on the importance of pre-visit information, which may indicate that development of visitor centres near gateways at the borders of the central highlands could be a better solution than such development on site. Such visitor centres could be further supported with rangers communicating directly with each and every traveller and giving feedback to questions regarding issues of uncertainty. This could for instance reduce off-road driving incidents that often occur because of the perpetrator’s lack of knowledge.

Another important management action is the implementation of a management plan that defines the desired segment of visitors for each destination and outlines what development should take place. Results from the survey show that rangers consider visitors near to the purist end of the scale as more desirable guests in relation to positive behaviour, and that is something that must be taken into consideration when making such a decision.  But using application processes or user fees to attract the desired visitor segment was not overwhelmingly well received by rangers.

Although analysing rangers in relation to the purist scale was not a part of the research’s objectives, it seems rather obvious that most rangers could be classified near the purist-end of the scale. It is difficult to say if that is the reason that they took to the job in first place, or if it is the result of long-term stay in the highlands. This could however be a subject for further studies as the results might help establish some knowledge about the effects of long-term stay in the central highlands.

Að endingu vil ég þakka Landvarðafélaginu og landvörðum fyrir aðstoðina og þátttökuna!

Kveðja,
Gummi (Guðmundur Ögmundsson)