Fundur stjórnar Landvarðafélags Íslands þriðjudaginn 15. maí 2013.
Mætt eru Linda Björk Hallgrímsdóttir, Sævar Þór Halldórsson, Örn Þór Halldórsson, Kristín Þóra Jökulsdóttir og Torfi Stefán Jónsson.
Á aðalfundi Landvarðafélgas Íslands var kjörin ný stjórn sem ofangreindir sitja í. Linda Björk var kjörinn formaður en ákveðið að hinir skiptu með sér störfum.
Á fundinum var samþykkt að Örn Þór tæki að sér ritarastöðuna. Kristín Þóra var svo kjörin sem gjaldkeri. Sævar og Torfi eru því meðstjórnendur. Minnst á að fínt væri ef Linda Björk fengi yfirlitsstöðu á reikningnum til að geta fylgst með.
Rætt um skyndihjálparnámskeið UST. Torfi upplýsti að það þurfti ekki að greiða fyrir setu á því. Fellur undir endurmenntun í stofnanasamning og þarf hún að fara yfir 60 tíma til að teljast til launahækkunar skv. Starfsgreinasambandinu.
Þörf er á því að finna trúnaðarmenn sem fyrst. Bæði Linda og Kristín Þóra höfðu talað við einhverja en fengið neitun. Örn var ekki enn búinn að fá svar frá Vatnajökulsþjóðgarði með að fá lista yfir starfsmenn þar þetta sumarið. Mögulegt að fá kannski hann Davíð Örn við Mývatn. Berglind Sigmundsdóttir er trúnaðarmaður á Þingvöllum. Annars þarf að finna trúnaðarmenn helst fyrir 25. maí
Því næst var minnst á að það þarf að koma dagbókinni og fréttabréfinu í gang. Eins þarf að kanna Landvarðarhornið, hvort það er hægt að fá líf í það aftur. Þarf að tala við RÚV og Friðrik Dag.
Linda minntist á verkefnið: Landvörð í einn dag. Fundur verður haldinn með þeim sem að því standa á fimmtudaginn 17. maí.
Sævar minntist á gerð plaggats fyrir vinnustaði sem myndi minna á tilvist Landvarðafélagsins. Sævar og Torfi fara í verkefnið.
Kanna þarf lengingu á landvarðartímabilinu. Um leið og því er fagnað má spyrja sig að því hvað það fólk fer að gera sem losnar úr þeirri vinnu í kringum 15. september eða síðar. Þessi hlutastörf eru á margan hátt óþolandi.
Linda minntist á að landverði sem eru ráðnir austur á Snæfellsstofu þurfa að redda sér húsnæði sjálfir.