Kynning á nefndum

Þá er kominn tími á að kynna fólkið á bakvið nefndirnar hjá Landvarðafélaginu. Það eru starfandi þrjár nefndir hjá félaginu eða Laga- og kjaranefnd, Fræðslu- og skemmtinefnd og Alþjóðanefnd. Að meðaltali eru þrír í hverri nefnd. Á síðasta ári var einnig sett á laggirnar tímabundin Afmælisnefnd í tilefni 40 ára afmæli Landvarðafélagsins á næsta ári.

 

Í Afmælisnefnd eru:

Kristín Guðnadóttir, afmælisnefnd
Lauk landvarðanámskeið á vegum Nátturverndar ríkisins 1999 og hef verið meðlimur félagsins síðan þá. Hef starfað samtals sjö sumur við landvörslu í Skaftafelli, Snæfellsjökli og Þingvallaþjóðgarði. Kom fyrst í stjórn félagsins árið 2003 og hef starfað í nefndum, lengst í kjaranefnd en einnig laganefnd og núna afmælisnefnd vegna 40 ára afmælis félagsins. Ég og er ferðamálafræðingur frá HÍ og kennari ásamt því að vera formaður félags grunnskólakennara í Hafnarfirði (FGH)

Hákon Ásgeirsson, afmælisnefnd
Hákon ÁsgeirssonEr Náttúrufræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands og starfa sem svæðislandvörður hjá Umhverfisstofnun á sunnanverðum Vestfjörðum. Ég er búsettur á Patreksfirði og er í sambúð með Ramon Flavià Piera. Áhugamál eru að sjálfsögðu náttúra Íslands, vinir mínir, fjölskylda og líka borgin með öllum sínum freistingum.

 

Stefanía Ragnarsdóttir, afmælisnefnd
Fór í Skafstefanía ragnarsdóttirtafell svona 10 ára og fannst það ótrúlegt. Sá landverði og ákvað að þetta væri góð hugmynd, nokkrum árum seinna… eða árið 2012 mundi ég loksins eftir því að skrá mig tímanlega á landvarðanámskeið og vann svo í Skaftafelli sem landvörður og við jöklaleiðsögn. Er núna kominn uppá elsku miðhálendið í Nýjadal. Annars er ég að læra grafíska hönnun í lhí, mála, klifra og vinn sem rekstrarstjóri í Klifurhúsinu.

 

 
Í Afmælisnefndinni eru einnig Ásta Davíðsdóttir og Þórunn Sigþórsdóttir sem eru líka í Alþjóðanefnd.

 

Í Alþjóðanefnd eru:

Ásta Davíðsdóttir, alþjóða- og afmælisnefnd
ásta davíðsÉg fór á landvarðanámskeiðið haustið 2003. Síðan þá hef ég starfað í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, verið svæðalandvörður á Vesturlandi og landvörður við Gullfoss og Geysi. Ég var í stjórn Landvarðafélagsins í þó nokkur ár og er núna í tveimur nefndum Alþjóða- og afmælisnefnd félagsins. Ég er garðyrkjufræðingur og með BS í Umhverfis- og náttúrufræði, auk þess hef ég verið mikið tengd náttúrunni t.d. í gegnum gönguleiðsögn og ferðamennsku.

Auróra Friðriksdóttir, alþjóðanefnd
Kemur síðar……
Þórunn Sigþórsdóttir, alþjóða- og afmælisnefnd
Kemur síðar……

 

Í fræðslu- og skemmtinefnd eru:

Guðmundur Ögmundsson, fræðslu- og skemmtinefnd
GuðmundurOgmundssonFrá árinu 2009 hef ég starfað í Vatnajökulsþjóðgarði með starfsstöð í Skaftafelli. Þar á undan var ég landvörður á miðhálendinu, þ.e. Hveravöllum, Guðlaugstungum og Þjórsárverum. Landvarðaréttindi fékk ég samhliða námi í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum. Mér líkar vel að starfa á þessum vettvangi sem er bæði skemmtilegur og gefandi. Mikilvægi starfsins eykst líka stöðugt með fjölgun ferðamanna til landsins. En það er líka mikilvægt að skemmta sjálfum sér og öðrum og því hlakka ég til að takast á við verkefnin með félögum mínum í skemmtinefnd Landvarðafélagsins.

Sævar Þór Halldórsson, fræðslu- og skemmtinefnd
Sævar ÞórÉg lauk landvarðanámskeiði Umhverfisstofnunar árið 2013 en hef starfað sem landvörður frá árinu 2010, lengst af hjá þjóðgarðinum á Þingvöllum. Á Þingvöllum vann ég einnig í hinum ýmsustu verkefnum yfir veturna árin 2012, 13 og 14. Nú starfar ég í afleysingum árið 2015 sem aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Ég var í stjórn Landvarðafélags Íslands seinustu tvö ár (2013-2015). Ég er Náttúrulandfræðingur og bý á Djúpavogi.

Eva Dögg Einarsdóttir, fræðslu- og skemmtinefnd
Eva Dögg er einnig evadoggí stjórn Landvarðafélagsins

Ég fór á landvarðanámskeið hjá Umhverfisstofnun árið 2013 og skráði mig þá strax í Landvarðafélagið. Það sama vor samþykkti ég að vera varamaður í stjórn Landvarðafélagsins og var síðan tekin inn í stjórn þá um haustið. Ég er búin að starfa 2 sumur hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum sem landvörður auk þess sem ég hef starfað í Gestastofunni á Haki í vetur.

 

 

Í Laga- og kjaranefnd eru:

Torfi Stefán Jónsson, laga- og kjaranefnd
TorfiVann eitt sumar í Skaftafelli sumarið 2005 og fékk landvarðabakteríuna eftir það. Tók landvarðanámskeiðið vorið 2006 og hef starfað sem landvörður á Þingvöllum frá 2006 til 2014. Ég sat í stjórn Landvarðafélag Íslands frá 2010-2015 og hef verið í kjara- og laganefnd frá um 2013.

 

 

Kristín Þóra Jökulsdóttir, laga- og kjaranefnd
Ég hóf Kristín Þórastörf sem landvörður sumarið 2007 og lauk landvarðanámskeiði vorið 2008. Ég hef aðallega starfað í Jökulsárgljúfrum en einnig í Öskju og Herðubreiðarlindum. Ég var í stjórn Landvarðafélagsins árin 2013-2015. Mér finnst gaman að baka, dansa og að fara í gönguferðir.