Alþjóðadagur landvarða er haldinn núna í áttunda skiptið. Dagurinn er haldinn til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. Einnig er þessi dagur haldinn hátíðlegur til að fagna starfi landvarða um allan heim við að vernda náttúru- og menningalegu verðmæti heimsins.
Í tilefni dagsins er dagskrá í þjóðgarðinum Snæfellsjökuls eftirfarandi:
Hvað gera landverðir?
Alþjóðadagur landvarða, fimmtudagurinn 31. júlí kl. 13-16
Gestastofan á Hellnum kl. 13-14. Landverðir segja frá störfum sínum.
Hvers vegna gerðust þau landverðir og hvernig líkar þeim?
Malarrif kl. 14:30-16. Hreinsunarátak í fjörunni, náttúra staðarins könnuð, sögur sagðar og farið í leiki. Tilvalið fyrir fjölskyldur.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum býður upp á kvöldgöngu tileinkuð starfi landvarða í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum. Fjallað verður um sýn landvarða á þjóðgarðinn og nánasta umhverfi hans og hlutverk þeirra í þjóðgörðum. Torfi Jónsson landvörður til margra ára á Þingvöllum og Eva Dögg Einarsdóttir landvörður munu leiða gönguferðina.
Gangan mun hefjast klukkan 20:00 á Hakinu og eru allir velkomnir