Þann 31. júlí munum við halda upp á Alþjóðadag landvarða í sjöunda skipti. Dagurinn er haldinn til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. Einnig er þessi dagur haldinn hátíðlegur til að fagna starfi landvarða um allan heim við að vernda náttúru- og menningalegu verðmæti heimsins.
Í ár er almenningi boðið upp á að gerast landvörður í einn dag. Hugmyndin er komin frá landvörðum í Belis en íslenskur landvörður var þar á ferð sem sá auglýsingu um að gerast „Ranger for a day“. Landvarðafélagið tók upp hugmyndina upp og hafði milligöngu þar um og hafði samband við þjóðgarðana og friðlýstu svæðin sem tóku hugmyndinni vel. En að þessu sinni eru aðeins þrír staðir sem bjóða upp á að gerast landvörður í einn dag þann 31. júlí. Að ári vonumst við til þess að allir þjóðgarðarnir og flest ef ekki öll friðlýst svæði bjóði upp á landvörður í einn dag.
Í þjóðgarðinum Snæfellsjökli er dagskráin eftirfarandi en nauðsynlegt er að skrá sig áður:
DAGSKRÁ
Kl. 10:00 Mæting á gestastofu á Hellnum
Kl. 10:15 Kynning á þjóðgarðinum
Kl. 11:00 Gengið með þjóðgarðsgestum frá Svalþúfu og að Lóndröngum
Kl. 12:30 Matur (muna að taka með sér nesti)
Kl. 13:00 Gönguleiðin um Hólahóla athuguð (stikur málaðar og lagfærðar)
Kl. 16:00 Komið við hjá sjálfboðaliðum á Malarrifi
kl. 16:30 Farið í kaffi á gestastofunni á Hellnum
Kl. 17:00 Haldið heim á leið.
Í Friðlandinu í Vatnsfirði bjóða landverðir almenningi að kynnast okkar skemmtilega landvarðastarfi.
Mæting er kl. 13:00 við Hótel Flókalund í friðlandinu í Vatnsfirði. Á dagskránni verður fyrirlestur um starfið, viðhald á göngustígum og leiðsögn að hætti landvarða í Surtabrandsgil. Dagskrá líkur um kl. 17:30.
Á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, nánar tiltekið við Hengifoss í Fljótsdal er einnig boðið upp á að gerast landvörður í einn dag en þar er hist við Hengifoss kl. 13.00 og gert ráð fyrir um 3 klst. Þar fræðast tilvonandi landverðir þann dag um starfið og hugað að gönguleiðinni upp að fossinum.
Vonum að sem flestir sjái sér fært að taka þátt!