Í umhverfisráðneytinu er nú unnið að heildarendurskoðun á lögum um náttúruvernd. Nú liggja fyrir tillögur að breytingum á þeim þáttum laganna sem brýnast þótti að bæta úr. Hægt er að gera athugasemdir við tillögurnar til og með 21 janúar næstkomandi.
Drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum er nú opið til umsagnar. Drögin voru unnin af nefnd sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í nóvember 2009 til að vinna að endurskoðun náttúruverndarlaga. Öllum er frjálst að senda umhverfisráðuneytinu athugasemdir við drögin með tölvupósti á postur@umhverfisraduneyti.is til og með 21. janúar næstkomandi.
Sjá nánar á vef umhverfisráðuneytis hér