Fundarstaður: Kaffihúsið Oddubær í Hafnarfirði.
Mætt: Áki, Kristín, Rebekka og Sveinn.
Fundurinn var óformlegur og eiginleg fundargerð ekki haldin.
Helstu umræðuefni:
- Rætt var um fund með UST í sambandi við þá tvo landverði sem goldið hafa fánamálsins.
- Farið yfir mannaráðningar UST á hinum ýmsu svæðum og hugað að fyrsta samráðsfundi stjórnar og trúnaðarmanna með UST.
- Ræddar hugmyndir að mögulegum viðburðum, fræðslu og ferðum að loknu sumri.
- Ákveðið að gera hlé á stjórnarfundum yfir hásumarið og halda næsta fund 7. september.