Stjórnarfundur LÍ 18. janúar 2007

Stjórnarfundur Landvarðafélags Íslands 18.janúar 2007 kl. 18:30.
Haldinn heima hjá Ástu Kristínu Davíðsdóttur.

Mætt:  Auróra Guðrún Friðriksdóttir, Ásta Kristín Davíðsdóttir, Ásta Rut Hjartardóttir, Elías Már Guðnason, Þórunn Sigþórsdóttir.

Helstu mál:

1. Skjöl landvarðafélagsins
Í gegn um árin hefur safnast upp mikið magn skjala hjá Landvarðafélaginu.  Þar sem LÍ hefur enga fasta búsetu hafa þessir fyrirferðarmiklu kassar gengið á milli formanna félagsins.  Stjórnin fór í gegn um alla kassana og möppur í þeim, því var hent sem ekki var talið koma við sögu LÍ ennannað var  raðað spipulega upp í möppur. Keyptir voru plastkassar í stað lélegra pappakassa sem skjölin voru geymd í, og möppurnar settar í þá.
Stefnt er að því að senda UST bréf þar sem óskað er eftir að fá að geyma kassana í húsakynnum UST, enda erfitt um vik fyrir formenn félagsins að þurfa sífellt að útvega pláss fyrir.

2. Afleysingalandverðir
UST hefur óskað eftir að sett verði á fót einhvers konar afleysingaþjónusta landvarða. Eftir samtöl við Trausta á UST hefur verið samþykkt að við setjum inn auglýsingu á landverdir.is en að áhugasömum landvörðum verði bent á að hafa samband beint við UST.

3. Danmerkurferð í júní
Skipulag ferðarinnar er á höndum alþjóðanefndarinnar.  Líklegt er þó að UST komi að þessu á einhvern hátt.

4. Ráðstefna danska landvarðafélagsins
Danska landvarðafélagið hefur óskað eftir því að við sendum einn fulltrúa á ráðstefnu þeirra.  Stefna þeirra er sú að á ráðstefnuna komi fulltrúi frá hverju landi norðurlandanna svo hægt sé að efla norrænt samstarf í þessum efnum.  Þeir bjóðast til að greiða uppihald og gistingu. 
Stjórn LÍ telur mjög jákvætt að efla norrænt samstarf og telur að við ættum að senda fulltrúa okkar út.

5. Ritstjóri Ýlis
Enn hefur ekki tekist að finna nýjan ritstjóra fyrir Ýli.  Stefnt er að því að senda auglýsingu á landverdir.is og á póstföng landvarða.

Fundi slitið kl. 00:30
Ritari: Ásta Rut