Fundur stjórnar með Umhverfisstofnun 23. febrúar 2009

Fundur stjórnar Landvarðafélags Íslands og Umhverfisstofnunar 23. febrúar 2009 kl. 9

Mætt:  
UST: Ólafur Arnar Jónsson og Sigrún Valgarðsdóttir
LÍ: Auróra Friðriksdóttir, Ásta Davíðsdóttir og Þórunn Sigþórsdóttir

Dagskrá

1.  Næstu fundir
Ákveðnir voru næstu fundir okkar með fyrirvara um breytingar. Þeir  verða haldnir 22.06.09 og 21.09.09.

2.  Landvarðanámskeið
Ákveðið hefur verið að halda landvarðanámskeið og verður það auglýst fljótlega. Þær breytingar hafa verið gerðar á því að núna verður einnig fjarkennt til að gefa fólki á landsbyggðinni aukið tækifæri til að taka þátt í því. Námskeiðið verður að mestu í mars, það verður 120 klst. og af því verða um 60 klst. verklegt. Námskeiðið hefur fengið opinbera próftökuheimild.

3.  Landvarsla sumarsins.
Þokkalega bjart er yfir sumarlandvörslu og er ekki að sjá að niðurskurður verði þar af þeim drögum sem komin eru. Einhverjar breytingar eru fyrirhugaðar sem koma betur í ljós þegar UST auglýsir, en stjórn félagsins leist vel á þær. Vonast er til að náttúruvöktun í samvinnu við Náttúrustofurnar geti hafist í sumar á einhverjum stöðum.

4.  Fatnaður
Fatnaður verður svipaður og í fyrra, en þó endurnýjað það sem þarf. Einnig verður bætt við fatnað landvarða á hálendinu, aðallega hvað varðar hlífðarfatnaði. Gengið verður eftir því að fólk sé snyrtilegt og klæðist þeim fatnaði sem UST lætur í té á þann hátt sem stofnunin ætlast til að sé gert.

5.  Fjarskipti
Til stendur að koma upp Tetra tengingu og verður þá haldið sér námskeið um það.

6.  Námskeið
Á fundinum kom fram að allir landverðir verða að taka fyrstu hjálparnámskeið að vori hjá UST.

Ritari:
Ásta Davíðsdóttir