Kæru félagar.
Boðað er til aðalfundar Landvarðafélags Íslands fimmtudaginn 17. mars 2022 kl 18:00 á Kex hostel og í netheimum.
Dagskrá
Venjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins
- Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra
- Skýrsla stjórnar og umræður um hana
- Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og umræður um þá
- Lagabreytingar
- Ákvörðun félagsgjalda
- Kosning stjórnar
- Kosning í nefndir og kosning endurskoðenda
- Önnur mál
Lagabreytingar þurfa að berast stjórn í tölvupósti í síðasta lagi 3. mars.
Nauðsynlegt er að skrá sig á aðalfundinn í gegnum skráningarformið hér að neðan. Einungis skráðum aðilum verður sent lykilorð sem þarf til að tengjast fundinum. Á Kex hostel verða pizzur í boði fyrir fundargesti eftir fundinn. Krækja á fjarfundinn verður send í tölvupósti nokkrum dögum fyrir fundinn.
Skráning: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfJRaP59sqUA8-xf0OtNkHHmIP0EFILPSEBJGd0kBnk6yt2Rg/viewform
Í stjórn sitja núna Nína Aradóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Hrafnhildur Vala Friðriksdóttir, Rakel Anna Boulter og Þórhallur Jónsson. Benedikt Traustason og Eyrún Þóra Guðmundsdóttir eru varamenn í stjórn. Almennir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn sem og formaður. Kjörtímabil varaformanns (Þórhalls) og meðstjórnenda (Guðrúnar) og tveggja varamanna er nú á enda og er nú kosið um embætti þeirra. Einnig verður kosið í nefndir (kjara- og laganefnd, skemmti- og fræðslunefnd og alþjóðanefnd) og skoðunarmenn reikninga. Það er margt spennandi á döfinni svo við hvetjum áhugasama félagsmenn að gefa kost á sér. Hægt er að lýsa yfir áhuga á framboði í skráningarformi, hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst eða bjóða sig fram á fundinum. Endilega hafið samband ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi stjórnar- og nefndarstörf.
Kær kveðja,
Stjórnin