Náttúruvernd ríkisins var lögð niður í lok síðasta árs. Við hlutverki hennar tók Umhverfisstofnun, þann 1. janúar sl. Umhverfisstofnun starfar samkvæmt lögum nr. 90/2002 og tók hún við verkefnum Hollustuverndar ríkisins, Náttúruverndar ríkisins og Veiðistjóraembættis, ásamt starfssemi dýraverndarráðs, hreindýraráðs og villidýranefndar. Forstjóri Umhverfisstofnunar er Davíð Egilsson. Stofnunin er til húsa að Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Símaúmer Umhverfisstofnunar er 591-2000 og netfangið ust@ust.is.