Umhverfisstofnun hefur nú auglýst námskeið í náttúruvernd og landvörslu,  sem haldið verður dagana 6. – 30. október nk. Markmið námskeiðsins er  samkvæmt auglýsingunni „þjálfun til starfa við þjónustu við gesti og  umhverfistúlkun á friðlýstum svæðum.“ Eins og áður verður námskeiðið  haldið í Reykjavík og farið þaðan í  fjórar vettvangs- og fræðsluferðir,  auk nokkurra daga dvalar í Skaftafelli. Nýlunda er að einnig er áformað  að halda landshlutabundin námskeið. Fólk utan  Reykjavíkur er því sérstaklega hvatt til að sækja um. Umsóknarfrestur er  til 1. október nk. og námskeiðsgjald kr. 65.000. Nánari upplýsingar  á www.ust.is. 
