fimmtudagur, 25. nóvember 2004 Já, blessuð jólin nálgast óðfluga og allir fara að hlakka til. Og landverðir hlakka ekki bara til jólanna, því á aðventunni halda þeir sína árvissu og ómissandi stórskemmtun, jólaglöggið. Að þessu sinni blæs skemmtinefnd til gleðinnar laugardaginn 4. desember kl. 19:00, að Frostafold 18-20 í Grafarvoginum. Veislusalurinn er á 9. hæð, hvorki meira né minna, og þaðan ku vera frábært útsýni yfir borgina og sundin blá.
Ágætu landverðir, fjölmennum í jólabjór, afsakið, jólaglögg í Grafarvoginum 4. des. og gleðjumst ærlega saman!