Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra staðfesti stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð þann 28. mars sl. Á vef umhverfisráðuneytis kemur m.a. fram að Vatnajökulsþjóðgarður sé umfangsmesta verkefni á sviði náttúruverndar sem ráðist hefur verið í hérlendis en hann nær yfir 13% landsins og er stærsti þjóðgarður Evrópu. Stjórnunar- og verndaráætlunin felur í sér stefnu, markmið og framtíðarsýn þjóðgarðsins hvað varðar náttúruvernd, útivist og byggðarþróun. Þar er kveðið á um skipulag samganga í þjóðgarðinum, þjónustu við ferðamenn, náttúrurannsóknir og umhverfisvöktun. Sjá nánar frétt á vef umhverfisráðuneytisins ásamt greinargerð ráðherra og á vef Vatnajökulsþjóðgarðs.