Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir landvörslustörf 2017

Af vef Vatnajökulsþjóðgarðs:

Laus eru til umsóknar sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði. Umsóknarferlið er með breyttum hætti í ár og fara allar umsóknir í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Eins er búið að skipta störfunum í fjóra flokka:

Sumarstörf í Skaftafelli (auglýsing á Starfatorgi)

Sumarstörf í Jökulsárgljúfrum (auglýsing á Starfatorgi)

Landvarsla á láglendi og í gestastofum: Fljótsdalur, Höfn, Kirkjubæjarklaustur (auglýsing á Starfatorgi)

Landvarsla á hálendi (auglýsing á Starfatorgi)

Umsækjendur eru eindregið hvattir til að sækja um fleira en eitt ofangreindra starfa vilji þeir auka möguleika sína á starfi. Þeir eru jafnframt hvattir til að lesa leiðbeiningar mjög vel og veita allar þær upplýsingar sem kallað er eftir.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 6. mars næstkomandi.