Af vef umhverfisráðuneytis: Umhverfisráðherra boðar til VII. Umhverfisþings 14. október 2011 á Hótel Selfossi. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um náttúruvernd, m.a. verður kynnt hvítbók sem ætlað er að leggja grunn að nýjum náttúruverndarlögum. Í málstofum eftir hádegi verður fjallað um friðlýsingar og framkvæmd náttúruverndaráætlunar, vísindaleg viðmið fyrir náttúruvernd og gildi náttúruverndar fyrir útivist og ferðaþjónustu. Boðið verður upp á opna umræðu um brennandi spurningar varðandi vernd íslenskrar náttúru.
Þingið er öllum opið svo lengi sem húsrúm leyfir og hægt er að skrá sig hér. Landvarðafélagið hvetur félagsmenn og annað áhugafólk um náttúruvernd til að taka þátt í umhverfisþingi. Á vef ráðuneytisins eru birt drög að dagskrá.