Umhverfisstofnun auglýsir eftir landvörðum sumarið 2017 á eftirtalin svæði: Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, Vesturland, Mývatnssveit, Teigarhorn, sunnanverða Vestfirði og Suðurland (m.a. Friðland að Fjallabaki, Gullfoss og Geysi, Dyrhólaey og fleiri svæði).
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til og með 8. mars 2017. Í umsókn þarf að koma fram hvaða svæði er verið að sækja um eða forgangsröðun umsækjanda. Sótt er um í gegnum rafrænt umsóknarform: Umsókn um landvarðarstarf
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um störfin.