Trúnaðarmenn landvarða 2004

Stjórn Landvarðafélagsins hefur nú gengið frá vali í stöður trúnaðarmanna landvarða sem starfa hjá Umhverfisstofnun. Þær Bára Bryndís Sigmarsdóttir og Eygló Harðardóttir, báðar þrautreyndir landverðir, tóku að sér að gegna þessum störfum í sumar.  
Bára Bryndís er með starfsstöð í Jökulsárgljúfrum. Hægt er að ná í hana þar í síma 465-2195 (þjónustumiðstöð), 465-2259 (Ás I) eða 854-8691. GSM-sími Báru er 866-8973 og netfangið binnfridur@hotmail.com. Eygló er hins vegar að störfum í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Símanúmerin þar eru 436-6860 (skrifstofa), 436-6862 (íbúð landvarða) og 855-4261. GSM-sími Eyglóar er 691-7929 og netfangið eyglo.hard@simnet.is.

Trúnaðarmenn eru fulltrúar landvarða gagnvart Umhverfisstofnun og Starfsgreinasambandinu. Landverðir eru hvattir til að leita óhikað til trúnaðarmanna sinna ef eitthvað bjátar á eða ef spurningar vakna um réttindi, skyldur eða kaup og kjör landvarða.