Stjórn og nefndir 2017-2018

Aðalfundur Landvarðafélags Íslands var haldinn 29. mars síðastliðinn.

Tveir góðir gestir mættu á fundinn, Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og Drífa Snædal framkvæmdarstjóri Starfsgreinasambandsins.

Kosið var um þrjú embætti í stjórn, formann og tvo stjórnarmeðlimi. Linda Björk Hallgrímsdóttir gaf kost á sér til endurkjörs til formanns, Þórey A. Matthíasdóttir gaf einnig kost á sér aftur í stjórn. Sævar Þór Halldórsson var kosinn inn aftur í stjórn (hann var í stjórn 2013-2015) en kemur hann í stað Kára Úlfssonar sem gaf ekki kost á sér áfram.

Einnig var kosið í nefndir og er einna helst breytingar í fræðslu- og skemmtinefnd.

Stjórn og nefndir 2017-2018

Stjórn:
Linda Björk Hallgrímsdóttir, formaður
Eva Dögg Einarsdóttir,Stefanía Ragnarsdóttir, Sævar Þór Halldórsson og Þórey A. Matthíasdóttir

Varamenn: Ásta Rut Hjartardóttir og Rakel Jónsdóttir

Alþjóðanefnd:
Auróra Friðriksdóttir, Ásta Davíðsdóttir og Þórunn Sigþórsdóttir

Fræðslu- og skemmtinefnd:
Helga Hvanndal, Katrín Pálmad Þorgerðardóttir og Þórunn Lilja Arnórsdóttir

Kjaranefnd:
Anna Ragnarsdóttir Pedersen, Rannveig Einarsdóttir og Sara Hrund Signýjardóttir

Skoðunarmenn reikninga:    
Auróra Friðriksdóttir og Ingibjörg Eiríksdóttir