Fráfarandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, hefur kynnt áætlun um stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli, þannig að hann taki til syðri hluta Vatnajökuls og friðlýsta svæðisins í Lakagígum. Litið er á stækkunina sem fyrsta skrefið í stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Fulltrúar Skaftár-hrepps og sveitarfélagsins Hornafjarðar hafa skrifað undir yfirlýsingu um að þau séu samþykk stækkuninni fyrir sitt leiti. Samkvæmt fréttatilkynningu umhverfisráðuneytisins verða í framhaldi af stækkuninni ráðnir tveir fastir starfsmenn í stöður landvarða á svæðinu, sem hlýtur að teljast fagnaðarefni fyrir fólk í stéttinni. Sjá nánar á vef ráðuneytisins…