Kæru landverðir,
Ég vil minna ykkur á Skotlandsferðarkynninguna sem haldin verður á fimmtudagskvöldið 15. febrúar kl. 20:30 í húsakynnum Umhverfisstofnunar. Þar verður skýrt frá ferðinni í máli og myndum og því kjörið tækifæri fyrir þá sem ekki gátu farið með að kynna sér það sem fór fram. Ráðstefnan var afar fróðleg og ekki síst lærdómsríkt að kynnast landvörðum hvaðanæva úr heiminum og þeirra starfi. Boðið verður upp á léttar veitingar (í áfengu formi) á afar sanngjörnu verði. Vil hvetja alla til að sýna sig og sjá aðra.
Nú fara að verða síðustu forvöð að skrá sig í Danmerkurferðina í sumar, en eins og áður sagði þá ætla danskir landverðir að bjóða okkur upp á vikulangt námskeið í náttúrutúlkun í Danmörku dagana 18-22 júní. Sjá nánar í meðfylgjandi dagskrá. Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að námskeiðið mun að mestu fara fram á ensku. Námskeiðskostnaður er áætlaður 3000 kr danskar og er þá innifalin gisting, fæði og kennsla þá daga sem námskeiðið fer fram. Skráningar á námskeiðið þurfa að berast mér, laufey10@yahoo.com, í síðasta lagi sunnudaginn 18. febrúar.
Bestu kveðjur og vonast til að sjá sem flesta á fimmtudagskvöldið!
Fyrir hönd Skotlandsfara,
Laufey