Haustþing Ríkis Vatnajökuls, okt 2009

vatnajokullogo

vatnajokullogoÁgætu landverðir !

Viljum við vekja athygli ykkar á Haustþingi Ríkis Vatnajökuls, sem haldið
verður í Nýheimum á Höfn 21.-22. október nk. Fyrri daginn (miðvikudag)
verður opið málþing um umhverfis- og skipulagsmál í ferðaþjónustu á Íslandi,
um kvöldið verður uppskeruhátíð Ríkis Vatnajökuls, og á fimmtudag verður
unnið með Ríki Vatnajökuls í vinnuhópum. Dagskrá málþingsins á miðvikudaginn er að finna á heimasíðu Ríkis
Vatnajökuls, www.rikivatnajokuls.is/vidburdir/2009/10/21/eventnr/1846.

Vakin er athygli á því að Flugfélagið Ernir flýgur tvisvar á dag til og frá
Höfn á miðvikudögum og er tekið mið af flugáætluninni við gerð dagskrár
málþingsins. Þátttakendum málþingsins er bent á að taka fram við pöntun á
flugi að þeir séu á leið á Haustþing Ríkis Vatnajökuls. Hægt er að panta
flug í síma 562-2640. Frekari upplýsingar um flugið má finna á heimasíðu
flugfélagsins, www.ernir.is <http://www.ernir.is/> .

Skráning á málþingið fer fram hjá Söndru Björgu Stefánsdóttur hjá
Háskólasetrinu á Höfn í síma 470-8044 eða á netfanginu sbs@hi.is Ekkert
þátttökugjald er á málþinginu.

Með bestu kveðjum Stjórnin