Þriðjudaginn 16. janúar kl. 17:00 býður Umhverfisstofnun upp á fyrirlestur um náttúrutúlkun, á 5. hæð í húsnæði stofnunarinnar að Suðurlandsbraut 24. Fyrirlesturinn er liður í fyrirlestraröð UST. Fyrirlesari er Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum. Allt áhugafólk um náttúruvernd er hvatt til að mæta. Sjá nánar á vef Umhverfisstofnunar, www.ust.is.