Frábært kvöld með Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Hátt í 40 gestir komu saman á Loft hostel til að hlýða á gott fólk úr Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Þau Orri Páll, Steinar og Guðríður voru með stuttar kynningar á stórum verkefnum eins og miðhálendisþjóðgarði, átaki í friðlýsingum, ný sýn – ný nálgun í náttúruvernd , frumvarpi um þjóðgarðsstofnun, ný regulgerð um landverði, innviðaáætlun og margt fleira. Eftir kynningar og spurningar úr sal var haldið áfram að ræða málin.

Sérstaklega ánægjulegt var að sjá nýja reglugerð um landverði en sú fyrri var frá 1990 og var byggð á lögum frá árinu 1971 sem þýðir að hún hafi verið byggð á 50 ára gömlum lögum um náttúruvernd sem er víst ansi hár aldur fyrir reglugerðir.

Orri Páll Jóhannsson, aðstoðarmaður Umhverfis-og auðlindaráðherra, Guðríður Þorvarðardóttir, sérfræðingur í málefnum friðlýstra svæða og Steinar Kaldal, verkefnisstjóri við undirbúningsvinnu við stofnun miðhálendisþjóðgarðs.

 

Við þökkum okkar góðu gestum enn og aftur fyrir komuna enn sérstaklega ánægjulegt var að Mummi ráðherra mætti líka. Það er mjög verðmætt að hafa svona gott fólk að vinna í náttúruvernd og þau hvöttu gesti sérstaklega til að hafa samband sé eitthvað sem brenni á þeim og að senda inn athugasemdir inn á samráðsgáttina við málefni sem skipta okkur máli hvort sem við erum þeim sammála eða ósammála.

Takk fyrir hörku mætingu og frábært kvöld öllsömul!

Kveðja stjórn landvarðafélagsins og skemmtinefnd